Þjóðmál - 01.12.2009, Side 38

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 38
36 Þjóðmál vetur 2009 staklingum línurnar með það hvernig þeir skuli haga lífi sínu, s .s . borða hollan mat, hreyfa sig, ekki reykja, ekki tala með fullan munninn o .s .frv . (lýðheilsustöð) . SUS telur að aðrir aðilar séu betur til þess fallnir að sinna lýðheilsuverkefnum . Má þar nefna íþrótta félög, hjartavernd, tryggingafélög og mennta stofnanir . Jafnframt telur SUS að verkefni á borð við skógrækt og landgræðslu séu betur komin í höndum landeigenda en ríkisins og það sama gildi um þjóðgarða . Þá ættu stofnanir eins og Landmælingar og Flugmálastjórn ekki að vera á fjárlögum heldur lifa af sértekjum . Hér er aðeins stiklað á stóru í niður skurð­ artillögum SUS en skýrslan er ítarleg og sem fyrr segir er hægt að skera niður hátt í 73 milljarða króna strax á næsta ári (og meira til langs tíma) . Vill einhver mótmæla því að niðurskurðar sé þörf? Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar Þessu til viðbótar fagnar SUS nýlegum efnahags tillögum þingflokks Sjálfstæðis­ flokksins en telur jafnframt að þar sé gengið alltof skammt í átt til lækkunar ríkisútgjalda . Þó er ekki hægt að horfa fram hjá því að Sjálfstæðisflokkurinn ber að mestu leyti ábyrgð á gífurlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síð ustu árin og telur SUS að Sjálfstæðisflokk­ urinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í þeirri þróun . Sú „frjálshyggjutilraun“ sem vinstri menn tönnlast svo oft á þessa dagana var ekki meiri en svo að ríkisútgjöld þróuðust í takt við auknar tekjur ríkissjóðs . Nú er partíið búið og komið að tiltekt . Þá mega menn ekki láta timburmennina gera út af við sig og ætlast til þess að skattgreiðendur þrífi upp . Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og banda menn þeirra á fjölmiðlum hafa allt frá hruni varla opnað munninn án þess að lýsa stjórn ar stefnu fyrri ára sem „taumlausri ný frjáls hyggju“ (þótt smáfuglarnir hafi aldrei al veg skilið þann frasa – allra síst forskeytið „ný“ í þessu sambandi) . Samfélaginu hefur verið lýst sem einhvers konar tilraunastofu öfgafullra frjáls hyggjumanna, sem hafi hér á landi náð í skjóli Sjálfstæðisflokksins að umbreyta sam félaginu í samræmi við sína villtustu hug myndir . Í sjálfu sér hefur þessi kenning ekki verið studd mörgum stað reyndum eða rökum – en með því að endur taka hana nógu oft fer ekki hjá því að áróðursmennirnir og spunakarlarnir hafi náð nokkrum árangri og haft áhrif á við horf almennings . Skiptir þá litlu þótt stað reynd­ irnar segi einhverja allt aðra sögu . Fjármálaráðherra svaraði fyrir helgi fyrir­ spurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um atriði, sem skiptir verulegu máli í þessu sambandi . Þorgerður spurði um fjölg un starfsmanna hins opinbera, ríkis og sveit ar­ félaga frá árinu 2000 . Í svari ráðherra kom fram, að á þeim tíma hefur stöðugildum hjá hinu opinbera fjölgað um nálægt 9 .000 . Fjölg unin er um 27% hjá ríkinu og 32% hjá sveit arfélögum . Smáfuglarnir geta gefið þessari þróun ýmsar einkunnir . Þeim myndi hins vegar aldrei detta í hug að kalla þetta „taumlausa ný frjáls hyggju“ . Fuglahvísl á amx .is, 21 . nóvember 2009 . Opinberum störfum fjölgar um 30% – taumlaus nýfrjálshyggja?!

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.