Þjóðmál - 01.12.2009, Page 39
Þjóðmál vetur 2009 37
Ég man það vel, þegar ég var í Austurbæjarskólanum fyrir hálfri öld eða svo,
löngu áður en hann varð „fjölmenningar
skóli“, að mér og jafnöldrum mínum var sagt,
að veður hér hefði verið miklu hlýrra fyrir
landnám en það er nú . Ekki þyrfti annað en
fara í næstu mógröf, þar sem stórir trjástofnar
vitnuðu um miklu gróskuríkara Ísland en
það sem við þekkjum . Ég man líka, þegar
ég var skömmu síðar í gagnfræðaskólanum
við Lindargötu, að okkur var bent á þá
staðreynd, að fyrir örfáum árþúsundum,
skömmu fyrir daga FornEgypta, var Sahara
eyðimörkin grasi gróin slétta, yfir að líta
eins og þjóðgarðar AusturAfríku eru í dag,
jafnframt því að Ísland var jöklalaust að kalla .
Þetta skýrði kennarinn svo, að uppgufun úr
höfunum hefði verið meiri . Auk þess hafa
allir lært, í síðasta lagi í eðlisfræði 9 . bekkjar
grunnskóla, að hlýtt loft tekur til sín margfalt
meiri raka en kalt . Raki í gufuhvolfinu var
því miklu meiri en nú og þar með úrkoman .
Þetta voru þá þegar alkunnar staðreyndir
og eru enn staðreyndir þótt þær virðist ekki
lengur alkunnar .
Áður en lengra er haldið ættu menn fyrst
að gera sér grein fyrir einu algeru undir
stöðuatriði: Gróðurhúsaáhrif væru góð . Ef sú
smávægilega endurhlýnun og uppsveifla í
hita stigi, sem staðið hefur í megindráttum
frá aldamótunum 1900 er eitthvað annað
en ótalmargar aðrar upp og niðursveiflur
í hitastigi undanfarnar aldir og árþúsundir
og heldur áfram, ólíkt öllum hinum, ber að
fagna því . Ég undirstrika þetta vegna þess
að flestallir, nánast allir sem fjalla um þessi
mál ganga út frá því sem gefnu að afturhvarf
til hins hlýja, raka loftslags fyrri alda og
árþúsunda sé eitthvað voðalegt, sem skylt sé að
berjast á móti . Þetta er alrangt . Endurhlýnun
á að taka fagnandi . Raunar bendir margt til
að uppsveiflunni sé nú að ljúka eins og öllum
hinum, og við taki niðursveifla . Ekkert hefur
hlýnað frá 1998 og hafísinn í ár er t .d . 23%
meiri en hann var 2007 .
Ég veit vel, að þegar menn lesa þetta munu
þeir telja, að nú hafi ég endanlega farið úr
lím ingunum . En svo er alls ekki . Mér er full
alvara . „Loftslagsvandinn“ er enginn vandi .
Þvert á móti . Afturhvarf til hins hlýja, raka
loftslags sem ríkti á fyrri hluta núverandi
hlýskeiðs væri öllum til hagsbóta .
Ég hélt ekki að það væru nein sérstök
tíðindi, að mesti óvinur alls sem lifir, er frost
og kuldi . Þetta hljóta allir að vita . Skyn laus ar
skepnur, fuglar, fiskar, skordýr, grös og jurtir
vita þetta vel og leita því ávallt í hlýjuna .
„Umhverfisverndarsinnar“ vita þetta, þótt
Vilhjálmur Eyþórsson
Að flýta ísöldinni