Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 39

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 39
 Þjóðmál vetur 2009 37 Ég man það vel, þegar ég var í Austur­bæjarskólanum fyrir hálfri öld eða svo, löngu áður en hann varð „fjölmenningar­ skóli“, að mér og jafnöldrum mínum var sagt, að veður hér hefði verið miklu hlýrra fyrir landnám en það er nú . Ekki þyrfti annað en fara í næstu mógröf, þar sem stórir trjástofnar vitnuðu um miklu gróskuríkara Ísland en það sem við þekkjum . Ég man líka, þegar ég var skömmu síðar í gagnfræðaskólanum við Lindargötu, að okkur var bent á þá staðreynd, að fyrir örfáum árþúsundum, skömmu fyrir daga Forn­Egypta, var Sahara­ eyðimörkin grasi gróin slétta, yfir að líta eins og þjóðgarðar Austur­Afríku eru í dag, jafnframt því að Ísland var jöklalaust að kalla . Þetta skýrði kennarinn svo, að uppgufun úr höfunum hefði verið meiri . Auk þess hafa allir lært, í síðasta lagi í eðlisfræði 9 . bekkjar grunnskóla, að hlýtt loft tekur til sín margfalt meiri raka en kalt . Raki í gufuhvolfinu var því miklu meiri en nú og þar með úrkoman . Þetta voru þá þegar alkunnar staðreyndir og eru enn staðreyndir þótt þær virðist ekki lengur alkunnar . Áður en lengra er haldið ættu menn fyrst að gera sér grein fyrir einu algeru undir­ stöðuatriði: Gróðurhúsaáhrif væru góð . Ef sú smávægilega endurhlýnun og uppsveifla í hita stigi, sem staðið hefur í megindráttum frá aldamótunum 1900 er eitthvað annað en ótalmargar aðrar upp­ og niðursveiflur í hitastigi undanfarnar aldir og árþúsundir og heldur áfram, ólíkt öllum hinum, ber að fagna því . Ég undirstrika þetta vegna þess að flestallir, nánast allir sem fjalla um þessi mál ganga út frá því sem gefnu að afturhvarf til hins hlýja, raka loftslags fyrri alda og árþúsunda sé eitthvað voðalegt, sem skylt sé að berjast á móti . Þetta er alrangt . Endurhlýnun á að taka fagnandi . Raunar bendir margt til að uppsveiflunni sé nú að ljúka eins og öllum hinum, og við taki niðursveifla . Ekkert hefur hlýnað frá 1998 og hafísinn í ár er t .d . 23% meiri en hann var 2007 . Ég veit vel, að þegar menn lesa þetta munu þeir telja, að nú hafi ég endanlega farið úr lím ingunum . En svo er alls ekki . Mér er full alvara . „Loftslagsvandinn“ er enginn vandi . Þvert á móti . Afturhvarf til hins hlýja, raka loftslags sem ríkti á fyrri hluta núverandi hlýskeiðs væri öllum til hagsbóta . Ég hélt ekki að það væru nein sérstök tíðindi, að mesti óvinur alls sem lifir, er frost og kuldi . Þetta hljóta allir að vita . Skyn laus ar skepnur, fuglar, fiskar, skordýr, grös og jurtir vita þetta vel og leita því ávallt í hlýjuna . „Umhverfisverndarsinnar“ vita þetta, þótt Vilhjálmur Eyþórsson Að flýta ísöldinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.