Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 40

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 40
38 Þjóðmál vetur 2009 und arlegt megi virðast augljóslega ekki . Þeir, fjöl miðlamenn og flestir stjórnmálamenn, með Al Gore í fararbroddi hafa fengið þá flugu í höfuðið að hlýjan, vinur alls sem lifir, sé vond . Hin meinlokan er þó enn undarlegri, en hún er sú, að heimurinn muni farast, ef hlýnar eitthvað agnarlítið aftur, um kannski eina, tvær gráður á næstu hundrað árum, þannig að loftslag fari aftur að líkast því sem var t .d . á dögum Grikkja og Rómverja . Þá voru núverandi sandöldur Norður­Afríku grónar og helsta kornforðabúr veldisins . Allt Miðjarðarhafssvæðið var raunar grænna og grónara en nú og fornleifar sanna, að vínrækt var stunduð við Hadríanusar­ múrinn á landamærum Skotlands . Eins og íslenskir jöklafræðingar vita voru íslenskir jöklar á þessum tíma miklu minni en nú, sumir lítið annað en snjóskaflar, sem sem sjá má á meðfylgjandi mynd . Hvað gerir það til þótt slík veðrátta komi aftur? Ég vil taka þetta skýrt fram vegna þess að bókstaflega allir sem um þetta mál fjalla ganga út frá því sem gefnu, að endurhlýnun og afturhvarf til hins hlýja og raka loftslags á dögum víkinga, Rómverja (hlýrra en hjá víkingum) eða Forn­ Egypta (hlýrra en hjá Rómverjum) eða jafnvel afturhvarf til bórealsks tíma þegar flestallar eyðimerkur voru grónar og Ísland jöklalaust væri eitthvað vont . Svo er alls ekki . Þvert á móti . Þótt merkilegt megi virðast sýnast líka flestir, sem eins og ég blása á gróðurhúsakenningarnar telja, alveg eins og forsvarsmenn kenningarinnar, að slík endurhlýnun væri eitthvað sem beri að forðast og berjast á móti . Svo er alls ekki . Þótt menn, eða að minnsta kosti Íslending­ar, hljóti eins og ég hafa lært það, að veður var miklu hlýrra fyrr á öldum og árþúsund um virðast allir aðrir en ég búnir að gleyma því . Í mesta lagi er þess stundum getið, að veður hafi verið hlýrra á landnámsöld, sem er út af fyrir sig rétt, en þá hafði þó kólnað verulega frá dögum Grikkja og Rómverja þúsund árum fyrr . Veður á dögum Rómverja hafði aftur kólnað verulega frá dögum Forn­Egypta, sem aftur var kaldara en á hinu „atlantíska“ eða heitasta skeiði bórealska tímans sem lauk fyrir eitthvað um 6000 árum, skömmu áður en elstu pýramídar Egypta fóru að rísa . Þá var hiti mun hærri en „svörtustu“ spár tölvulíkanasmiða „umhverfisverndarsinna“ gera ráð fyrir, 4–5 stigum hærri en nú . Þá var Ísland jöklalaust og Sahara algróin eins og aðrar eyðimerkur . Þetta eru allt beinharðar staðreyndir sem ég hef vitað um síðan í æsku og hélt til skamms tíma að væru alkunnar . Enginn virðist nú muna eftir þessu nema ég . En lítum nú nánar á málin: Ég lærði eins og aðrir í barna­, gagnfræða­ og menntaskóla að við lifum nú á ísöld, þótt hlýskeið sé . Í raun er loftslag nú afar kalt, sé miðað við jarð­ söguna í heild, og raunar einnig á mælikvarða núverandi hlýskeiðs, sem er eitt af rúmlega 20 slíkum . Menn hljóta að vita, eins og ég, að mest alla milljarða ára sögu jarðarinnar hefur hiti verið allt frá tíu og stundum allt að 20 stigum hærri en nú og lítill, og oftast enginn ís við heimskautin . Mest alla jarðsögu Íslands, þ .e . á tertíertíma sem nær yfir fyrstu 15–20 milljón (ekki þúsund) árin þar til núverandi ísöld hófst, var loftslag og gróður hér svipaður og nú er í Norður­Kaliforníu, svo sem sjá má á surtarbrandslögum og steingervingum á Tjörnesi og víðar . Slíkt loftslag er Íslandi og jörðinni allri eðlilegt, ekki ísaldarkuldinn, sem nú ríkir, þrátt fyrir hlýskeið . Núverandi hlýskeið ríkjandi ísaldar hófst með gífurlegu flóði fyrir eitthvað um tíu–tólf þúsund (ekki milljón) árum . Hiti hækkaði þá enn einu sinni skyndilega um tíu stig eða meira á norðurslóðum á minna en manns aldri alveg án „gróðurhúsaáhrifa“ af mannavöld­ um svo jök ulskildirnir miklu bráðnuðu á ör­ skömm um tíma . Menn hafa, sem fyrr sagði, fundið merki um 20 eða fleiri önnur slík hlýskeið á nú­ ver andi ísöld, sem staðið hefur frá upphafi kvartertímans í allt að þrjár milljónir (ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.