Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 47

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 47
 Þjóðmál vetur 2009 45 hér á Íslandi og annars staðar í sjó og á landi étur koldíoxíð . Þótt Amazon­svæðið sé stórt er það aðeins lítið brot í því gífurlega stóra dæmi . Hlutfall koldíoxíðs sýnist vissulega hafa aukist dálítið . Það virðist hafa verið um 0 .029% fyrir iðnbyltingu , en er nú sem fyrr sagði um 0 .038% gufuhvolfsins, hugsanlega fyrir tilverknað mannanna, sem hafi tímabundið framleitt meira en jurtirnar hafa undan að torga . En hvað gerir það til þótt koldíoxíð aukist? Hvert er vandamálið? Jafn­ vel þótt aukið koldíoxíð stuðli að endurhlýn­ un jarðarinnar (sem fátt bendir til að það geri að neinu marki) væri slík endurhlýnun hið besta mál, ekki aðeins fyrir mannkynið, heldur einnig og ekki síður fyrir öll dýr og jurtir, fugla og fiska og allt sem þrífst á jörðinni . Ef um einhvers konar endurhlýnun til lengri tíma er að ræða ber að fagna því og beinlínis auka koldíoxíð­„mengunina“ . Það mundi þó því miður afar litlu breyta, því koldíoxíð er aðeins talið ábyrgt fyrir 3–5% af gróð ur húsaáhrifum, kannski minna . Vatnsgufa orsakar um 90% allra gróðurhúsaáhrifa og metan og fleiri lofttegundir mest af því sem eftir er . Það kann að koma einhverjum á óvart sem les þessar línur, að ég er hlynntur verndun náttúrunnar og var það löngu áður en slíkt komst í tísku . Ég las bækur Rachel Carson í æsku og hafði, og hef að vissu marki enn áhyggjur af mengun . Ég er hér að tala um raunverulega mengun, ekki koldíoxíð . Frá bílum kemur t .d . kolmónoxíð og ósón, sem er ertandi og eitrað og einnig fíngert sót, auk ryks . Ýmis sápuefni, áburður og fleira sem kemur frá efnaiðnaði, svo og lyf, sem fara í gegnum líkamann og út í skolpræsakerfið geta líka valdið skaða . Þetta og margt annað er raunveruleg mengun sem berjast á gegn . En „umræðan“ um mengun hefur því miður lengi verið að mestu í höndum fávísra (yfirleitt vinstri sinnaðra) öfgamanna . Þegar talað er um loftmengun, koldíoxíð og áhrif mannanna á gufuhvolfið ættu menn líka fyrst að gera sér grein fyrir stærð þess . Það hefur engin eiginleg ytri mörk, en um þrír fjórðu þess eru í veðrahvolfinu, sem er nokkurn veginn sá hluti gufuhvolfsins sem er fyrir neðan flugvélina þegar flogið er milli landa . Þegar menn horfa út um glugga flugvélarinnar ættu þeir að gera sér grein fyrir því hvílíkar ógnarstærðir hér er um að ræða, en gufuhvolfið er ekki aðeins yfir helstu flugleiðum heldur einnig byggðum og óbyggðum, eyðimörkum, heimskautum og úthöfum . Menn ættu líka að hafa í huga, þegar talið berst að „mengun“ að um þrír fjórðu hlutar jarðar (72%) eru þaktir úthafi þar sem mengun er engin að heita má . Aðeins rúmur fjórðungur er land . En ekki nóg með það: Um helmingur mannkyns býr á um 5% þessa lands og um 80% búa á um 20% þurrlendisins . Aðeins um 20% mannkyns byggja um 80% þurrlendis jarðar, sem þó er, sem fyrr sagði, aðeins rétt rúmur fjórðungur yfirborðsins . Jafnvel innan landa mæra helstu „mengunarlandanna“ svo sem Banda­ ríkjanna, Rússlands og Kína er að finna gífur­ leg landflæmi, þar sem byggð, og þar með mengun, er lítil sem engin . Flestöll loftmengun er þyngri en andrúmsloftið og fellur því til jarðar nálægt upptökum . Hún er því ávallt staðbundin að meira eða minna leyti, en að sjálfsögðu á að berjast á móti henni . Undistöðulofttegund lífsins, koldíoxíð, er hins vegar ekki mengun og getur ekki verið það . Olíusóunin hefur líka verið gífurleg, því olía hefur lengi verið allt of ódýr . Óskaplegt magn hefur farið og fer til húshitunar og raforkuframleiðslu, sem vel má leysa með öðrum hætti . Sparneytnir bílar eru líka hið besta mál, ekki vegna koldíoxíðs, heldur vegna þess að sparnaður er einfaldlega heilbrigð skynsemi . Þegar olía verður smám saman dýrari munu aðrar leiðir verða sam keppnis­ færari . Gífurlegt magn olíu er enn í jörðu auk kola, sem hæglega má breyta í prýðilega olíu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.