Þjóðmál - 01.12.2009, Side 49

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 49
 Þjóðmál vetur 2009 47 sig rétt að ég er ekki vísindamaður þó ég hafi fyrir meira en mannsaldri tekið stúdentspróf frá latínuskóla þar sem allir gengu með bindi og kennarar voru þéraðir . Það kann ekki að þykja merkilegur grundvöllur til að taka þátt í þessari „umræðu“ . Raunar hafa fjöldamargir samtímamenn mínir gengið í gegnum sömu skóla og hafa lært það sama og ég . Margir hafa trúlega tekið hærri próf en ég, sem aldrei var neitt sérstakt námsljós, þótt ég hafi alltaf verið nokkuð góður í náttúrufræði, landafræði og sögu . Þeir hljóta því að vita eins og ég, að tölvulíkön eru óþörf og út í hött því hér er aðeins um „endurhlýnun“ ekki „hlýnun“ að ræða og þeir vita líka, að jörðin var öll miklu grónari þegar loftslag var hlýrra . Þeir þegja þó um þessa vitneskju sína, sem mér finnst skrýt­ ið . Þvert á móti tala þeir sumir hverjir, ekki síst forseti vor, með áhyggjusvip og einhvers konar djúpum, harmrænum undirtóni meinlegra örlaga um „loftslagsvandann“ og „ógn ina“ sem yfir jarðarbúum vofi ef hlýnar eitt hvað smávegis aftur (sem ekkert bendir þó til að verði til lengri tíma) . Ég dreg ekki dul á að ég tel að Íslendingar ættu þegar í stað að segja sig frá Kyoto­ruglinu . Fulltrúar Íslendinga á alþjóðavettvangi ættu líka að nýta sér menntun sína, því útlendingar vita greinilega fæstir það sem íslenskir embættismenn hljóta að hafa lært eins og ég . Íslenskir fulltrúar ættu að krefjast þess að hætt verði að tala um „hlýnun“, heldur ávallt „endurhlýnun“ þegar fjallað er um þessi mál, svo og að orðinu „aftur“ verði skotið inn hvarvetna sem við á . Þegar þeir eigast við skylmingameistarinn með korða sinn, og þursinn með kylfu sína, er það ávallt sá með kylfuna, sem sigrar . Meist­ arinn með alla sína þekkingu á hinum ýmsustu fettum og brettum, stöðum og sporum skilmingamanna á ekki séns gegn kylfu manni, sem ekki tekur hið minnsta mark á regl unum og rotar hann . Sumar kenningar eru þess eðlis, að þær verðskulda enga umræðu . Þær eru tóm endaleysa í sjálfum grundvelli sínum . Svo var t .d . um gyðinga­steypu „vísindamanna“ nasista og svo er einnig um marxismann . Það er út í hött, ef ekki beinlínis mannskemmandi að rökræða við þungbúna, hálærða, sannfærða marxista, nýaldarsinna, stjörnuspámenn eða aðra sem aðhyllast kenningar sem í sjálfum grundvelli sínum eru tóm vitleysa . Á slíkar kenningar, eins og á gróðurhúsasteypuna á að beita kylfunni . Blása á ruglið . Gróðurhúsamenn, Sameinuðu þjóðirnar, þeir „vísindamenn“ sem lögðu nafn sitt við IPCC og ekki síst stjórnmálamenn, hyggjast nú safnast saman í Kaupmannahöfn til að „bjarga jörðinni“ . Raunverulegur tilgangur þeirra er að þenja út eigin völd, leggja á nýja skatta og allra helst leggja drög að einhvers konar alheimsstjórn þar sem þeir sjálfir hafi völdin . Um þessa samkundu er best að hafa orð Ólafs pá í Laxdælu: „Það vil eg að þeir ráði sem hyggnari eru . Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna brögð er þeir koma fleiri saman“ . H .C . Andersen misskildi almenning gjör­ samlega þegar hann segir að fólkið hafi farið lúpulegt heim eftir að barnið hrópaði . Þetta er rangt . Fólkið hefði ráðist að barninu, skamm að það og svívirt . Síðan hefði dreng­ urinn hlaupið grátandi og rasskelltur heim með an fólkið hélt áfram að hylla keisarann ber rassaða . Þannig var a .m .k . um okkur sem reyndum að benda fólki á í kalda stríðinu, hvers kyns föt það voru sem skraddararnir Marx og Lenín höfðu saumað á keisarana í Kreml . Það kostaði einungis fasistastimpil . Ástandið nú er ekki ósvipað . Það stríðir gegn „pólitískri rétt hugsun“ að malda í móinn gegn gróður­ húsa blaðri „umhverfisverndarsinna“ og er raunar álíka viðsjárvert og að hallmæla kon­ um, hommum, svertingjum, dvergum, feitu fólki eða öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni . En í þessu máli eins og þá mun tíminn leiða í ljós hver hefur á réttu að standa . Ísland úr Kyoto!

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.