Þjóðmál - 01.12.2009, Page 50

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 50
48 Þjóðmál vetur 2009 Styrmir Gunnarsson, fyrrum Morgun blaðs­ritstjóri, er á dýptina . Engum blöðum er um það að fletta . Enda alltaf vitað og viður­ kennt – líka af pólitískum andstæðingum . Þess vegna er nýútgefin bók hans, Umsátrið, fall Íslands og endurreisn, mikilvægur aldarspegill . Það er einmitt það sem hún vill vera . Í þeim spegli þykist ég geta greint að Ísland getur breyst og er að breytast . Breytingarnar koma fram í viðhorfum og uppgjöri höfundar . Styrmir fyrr og nú Dæmi I: 15 . nóvember 1992 . Reykja­víkurbréf Morgunblaðsins þar sem fjallað er um umdeilda framlengingu á „Þjóð­ ars áttar samningunum“: „Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, er í sérstakri stöðu nú af tveimur ástæðum . Ann­ ars vegar hefur hann meiri reynslu og yfirsýn en flestir aðrir sem að þessari samn ingsgerð koma og hins vegar hefur hann lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs á þingi Alþýðusambandsins sem kemur saman seinna í þessum mánuði í fyrsta sinn í fjögur ár . Sú staðreynd að fráfarandi forseti ASÍ þarf ekki að leita stuðnings við endurkjör gerir það að verkum að hann getur starfað að málinu eingöngu á grundvelli málefnalegrar sannfæringar og er frjáls af öðrum sjónar miðum . Í þessu felst mikill styrkur við erfiðar aðstæður . . . “ Með öðrum orðum: Styrkurinn er í því fólginn að þurfa ekki að hlusta á fólkið . Dæmi II: Október 2009 . Umsátrið, bls . 256: „Hvernig getum við ráðið bót á þeirri meinsemd, sem sundrungin og návígið er? Svarið er meira lýðræði – beint lýðræði – krafa fólksins á götunni í kjölfar hrunsins . Í því er fólgin lausn á grundvallarvanda í þjóðfélagsmálum okkar Íslendinga . Við bú­ um við lýðræði, fulltrúalýðræði . Við eigum að þróa fulltrúalýðræði okkar áfram til beins lýð ræðis . . .Þar tekur fólkið sjálft ákvarðanir um flest stór mál í beinni atkvæðagreiðslu . Hér verða færð rök að því, að svarið við þeirri djúpu meinsemd, sem fámennið og návígið er á Íslandi og hefur alltaf verið, sé beint lýðræði . Að landsmenn taki sjálfir ákvarðanir um flest stór mál og íbúar sveitarfélaga sömuleiðis á sínum vettvangi .“ Um bókina Umsátrið, fall Íslands – og endurreisn eftir Styrmi Gunnarsson Ögmundur Jónasson Frjáls maður er óttalaus

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.