Þjóðmál - 01.12.2009, Page 51

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 51
 Þjóðmál vetur 2009 49 Róttækur lýðræðissinni Sú framtíðarsýn sem birtist í lokaköflum bókar Styrmis er í anda róttækra lýð ræðis­ viðhorfa . Hann bendir – réttilega – á tengsl leyndar og ógagnsæis við vald og valda kerfi og þá hættu sem fólgin er í þessum tengslum . En með því að gera allar upp lýsingar um málefni sem varða okkur öll opin berar yrði gerbreyting á samfélaginu: „Í einu vetfangi væri fótunum kippt undan lágkúrulegri fjölmiðlun, sem meirihluti fólks er þreyttur á og hefur skömm á . Og um leið yrði athyglisverð breyting á valda hlutföllum í samfélaginu . Skyndilega misstu þeir völdin, sem hafa þrifizt í skjóli leyndarinnar, sem hvílt hefur yfir stóru og smáu .“ (bls . 267) Sumum finnst Styrmir geti trútt um tal að, sjálfur innsti koppur í búri íslenska valda­ kerfisins um áratugaskeið . Gagnrýni á hendur honum sjálfum reis hátt í kjölfar þess að um­ talaðir tölvupóstar voru birtir þar sem fram kom hve nátengdur hann var hugarfarslega, innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins . Stutt er í húmorinn hjá gamla ritstjóranum þegar hann tekur upp hið umdeilda orðalag tölvupóstanna í eigin texta: „Bæði í Danmörku og Svíþjóð ráða innmúraðar og innvígðar klíkur ferðinni í viðskiptalífinu“ (bls . 105) . Ég segi róttækur lýðræðissinni vegna þess að hér er lagt til að þingræðið sé aflagt í nú­ verandi mynd með tilheyrandi valdaafsali og uppstokkun á valdahlutföllum samfélagsins . Veit hver hann er og vill að aðrir viti! Styrmir Gunnarsson hefur aldrei reynt að draga fjöður yfir það hver hann er . Í Um sátrinu kappkostar hann að tíunda öll sín tengsl við þá aðila sem koma við sögu: „Á milli ritstjóra Morgunblaðsins á þessum tíma og æðstu forráðamanna Landsbankans, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, formanns banka­ ráðs, og Kjartans Gunnarssonar, varaformanns bankaráðs, voru áratuga gömul tengsl frá Heim dallardögum og í síðara tilvikinu fjöl­ skyldutengsl . . . Þetta návígi, þessi tengsl, og í sumum tilvikum persónuleg vinátta, átti þátt í að ritstjórn Morgunblaðsins var ekki nægi lega gagnrýnin á þær upplýsingar, sem við fengum heima fyrir, þótt við legðum rétt mat á þær fréttir og upplýsingar, sem bárust okkur utan úr heimi . Óhætt er að fullyrða, að sömu ástæður skýri að hluta til viðbrögð eða aðgerðaleysi stjórnvalda og einstakra stjórnmálamanna, þegar harðna fór á dalnum í rekstri bankanna . Návígið og flókið og marg slungið tengslanet á milli einstaklinga er að mörgu leyti mesta meinsemd íslenzks sam félags . Við getum séð í skýru ljósi það sem fjær okkur er, en það er erfiðara þegar um er að ræða eitthvað sem er nær okkur“ (bls . 164­165) . Nýlegt dæmi um hve umhugað Styrmi er um að lesandinn viti jafnan hver hann er, má nefna pistil hans í Sunnudagsmogganum 22 . nóvember sl . þar sem hann fjallar um Evrópu­ sambandið og Heimssýn . Þar sér hann ástæðu til að upplýsa lesendur sérstaklega um tengsl sín við málefnið og að hann eigi sjálfur sæti í stjórn Heimssýnar . Áherslan sem hér er lögð er öðrum þræði þungur dómur yfir fjölmiðlum landsins, eða undirstrikun á því við hvaða kringumstæður ritstjórar og þá líka fréttamenn starfa . Hversu veikir, eða ósjálfstæðir, fjölmiðlarnir eru . Einmitt þetta ætti að verða þeim sem telja fréttir, opinbera umfjöllun og almenna lýð­ ræð islega umræðu á opinberum vettv angi, um hugsunarefni, og efni í þau miklu heila brot sem þarf til að gera fjölmiðlana og starfs menn þeirra að því sem þeir þurfa að vera, sjálfstæðir og óháðir . Frjálsir til að geta sagt satt . Styrkur og veikleiki Pólitísk rótfesta Styrmis er styrkur hans og jafnframt veikleiki . Hún veldur því að lesandinn spyr sjálfan sig í upphafi bókar þar sem hann telur upp viðmælendur sína til

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.