Þjóðmál - 01.12.2009, Page 53

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 53
 Þjóðmál vetur 2009 51 son hvort ástæða sé til að sópa undir teppið pólitískri herhvöt forsætisráðherrans fyrr­ verandi, Davíðs Oddssonar, frá árum áður um mikilvægi markaðsvæðingar og að tími væri kominn til að „virkja eignagleðina“ á Íslandi! Lítið sem ekkert bólar á þessari umræðu í bók Styrmis . Davíð Oddsson birtist okkur fyrst og fremst sem maðurinn sem barðist gegn Golíöt um fjármagnsins . Athygli vekur að Árni Mathiesen er einnig kynntur til sögunnar sem fórnarlamb í viður­ eign við fjármagnið . Styrmir greinir frá sam tali við fjármálaráðherrann fyrrverandi í árslok 2008 þar sem hann hafi efnislega sagt að á Íslandi væru þrjár viðskiptablokkir sem ættu hver um sig sinn banka og hver sinn fjölmiðil . „Áttu við að kjörnir fulltrúar þjóð ar innar hafi ekki haft bolmagn til að takast á við þessa aðila? „Já . Ég á við það,“ sagði þáverandi fjármálaráðherra .“ (bls . 85) Styrmir leiðir að því líkur að fjármálaöflin hafi verið svo beintengd inn í stjórnmálin, þá einkum Samfylkinguna, að eins hefði farið fyrir lagasetningu um bankana, ef slíkt hefði verið reynt, og fór um fjölmiðlalögin . Í þessu samhengi leiðir Styrmir hjá sér tengingar inn í Sjálfstæðisflokkinn að ógleymdri Framsókn . Hvað sem öllu þessu leið er þetta mikil ein­ földun . Þær ríkisstjórnir sem fóru með völdin á þessum tíma voru ekki bara áhorfendur, hvað þá fórnarlömb . Og spurningin snýst heldur ekki um það eitt hvort eftirlitsstofnanirnar hafi sinnt eftirlitshlutverki sínu heldur einnig að hvaða marki þær ásamt stjórnarflokkunum, hinu pólitíska valdi, hafi beinlínis verið hvetj­ andi og gerendur í atburðarásinni . Ekki fórnarlömb heldur gerendur Þannig nefni ég að bæði Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráherra og Þórður Frið jónsson, forstjóri Kauphallarinnar, voru beinlínis hvatamenn að því að opnað yrði á lagalegar heimildir lífeyrissjóða til að taka þátt í skortsölu vorið 2008 og allt fram að þingbyrjun þá um haustið! Við skulum heldur ekki horfa framhjá því að það er rangt sem Styrmir margendurtekur (bls . 145 og víðar) að enginn stjórnmálamaður hafi haft uppi varnaðarorð . Seint mun alla vega sá sem þetta ritar gleyma vanþóknun Val­ gerð ar Sverrisdóttur bankamálaráðherra og ýmissa annarra á gagnrýni sem fram kom í aðdraganda þingkosninganna 2007 um að ofvaxið bankakerfið þyrfti að gæta að sér! Umfjöllun Styrmis um Fjármálaeftirlitið þyk ir mér vera ótrúlega mildileg miðað við að stæður . Hef ég stundum spurt sjálfan mig hvort persónuleg og pólitísk tengsl manna í eftir lits stofnunum og fjármálafyrirtækjum hafi byrgt mönnum sýn á þann hátt sem Styrmir nefnir (í öðru samhengi) og vísað er í hér að framan . Umfjöllun hans um eftirlitsþáttinn þykir mér ekki sannfærandi og læðist að grunur um hina pólitísku blindu . Hins vegar verður Styrmi ágengt í að sann­ færa lesandann um að Seðlabankinn, og þá einnig þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, hafi á síðustu misserunum í aðdrag­ anda hrunsins haft uppi eindregin varn aðar­ orð og er tilvísan í umfjöllun Ingimundar Friðrikssonar, seðlabankastjóra í ársbyrjun 2009 verð allrar athygli (bls .132) . Atburðarásin enn volg Bók Styrmis er um margt afar áhuga verð . Hún er bráðvel skrifuð . Það er afrek að skrifa um þetta efni á þann veg að lesand­ anum er haldið áhugasömum og við efnið þar til yfir lýkur . Bókin varpar skýru ljósi á ýmsa þætti banka hrunsins og nýtur bókin þess að höf­ undur hennar er vel tengdur inn í banka­ og stjórnmálakerfið, býr sjálfur yfir yfir grips­ mikilli og djúpri þekkingu á íslensku sam­ félagi, hefur glögga sögulega sýn og er með­ vitaður um hræringar í alþjóðamálum . Styrmir Gunnarsson hefur unnið vel sína heima vinnu . Bókina verður að sjálfsögðu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.