Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 53
Þjóðmál vetur 2009 51
son hvort ástæða sé til að sópa undir teppið
pólitískri herhvöt forsætisráðherrans fyrr
verandi, Davíðs Oddssonar, frá árum áður um
mikilvægi markaðsvæðingar og að tími væri
kominn til að „virkja eignagleðina“ á Íslandi!
Lítið sem ekkert bólar á þessari umræðu í bók
Styrmis . Davíð Oddsson birtist okkur fyrst
og fremst sem maðurinn sem barðist gegn
Golíöt um fjármagnsins .
Athygli vekur að Árni Mathiesen er einnig
kynntur til sögunnar sem fórnarlamb í viður
eign við fjármagnið . Styrmir greinir frá
sam tali við fjármálaráðherrann fyrrverandi
í árslok 2008 þar sem hann hafi efnislega
sagt að á Íslandi væru þrjár viðskiptablokkir
sem ættu hver um sig sinn banka og hver
sinn fjölmiðil . „Áttu við að kjörnir fulltrúar
þjóð ar innar hafi ekki haft bolmagn til að
takast á við þessa aðila? „Já . Ég á við það,“
sagði þáverandi fjármálaráðherra .“ (bls . 85)
Styrmir leiðir að því líkur að fjármálaöflin
hafi verið svo beintengd inn í stjórnmálin, þá
einkum Samfylkinguna, að eins hefði farið
fyrir lagasetningu um bankana, ef slíkt hefði
verið reynt, og fór um fjölmiðlalögin . Í þessu
samhengi leiðir Styrmir hjá sér tengingar inn í
Sjálfstæðisflokkinn að ógleymdri Framsókn .
Hvað sem öllu þessu leið er þetta mikil ein
földun . Þær ríkisstjórnir sem fóru með völdin
á þessum tíma voru ekki bara áhorfendur, hvað
þá fórnarlömb . Og spurningin snýst heldur
ekki um það eitt hvort eftirlitsstofnanirnar
hafi sinnt eftirlitshlutverki sínu heldur einnig
að hvaða marki þær ásamt stjórnarflokkunum,
hinu pólitíska valdi, hafi beinlínis verið hvetj
andi og gerendur í atburðarásinni .
Ekki fórnarlömb heldur gerendur
Þannig nefni ég að bæði Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráherra og Þórður
Frið jónsson, forstjóri Kauphallarinnar,
voru beinlínis hvatamenn að því að opnað
yrði á lagalegar heimildir lífeyrissjóða til að
taka þátt í skortsölu vorið 2008 og allt fram
að þingbyrjun þá um haustið! Við skulum
heldur ekki horfa framhjá því að það er
rangt sem Styrmir margendurtekur (bls . 145
og víðar) að enginn stjórnmálamaður hafi
haft uppi varnaðarorð . Seint mun alla vega
sá sem þetta ritar gleyma vanþóknun Val
gerð ar Sverrisdóttur bankamálaráðherra og
ýmissa annarra á gagnrýni sem fram kom í
aðdraganda þingkosninganna 2007 um að
ofvaxið bankakerfið þyrfti að gæta að sér!
Umfjöllun Styrmis um Fjármálaeftirlitið
þyk ir mér vera ótrúlega mildileg miðað við
að stæður . Hef ég stundum spurt sjálfan mig
hvort persónuleg og pólitísk tengsl manna í
eftir lits stofnunum og fjármálafyrirtækjum hafi
byrgt mönnum sýn á þann hátt sem Styrmir
nefnir (í öðru samhengi) og vísað er í hér að
framan . Umfjöllun hans um eftirlitsþáttinn
þykir mér ekki sannfærandi og læðist að
grunur um hina pólitísku blindu .
Hins vegar verður Styrmi ágengt í að sann
færa lesandann um að Seðlabankinn, og þá
einnig þáverandi seðlabankastjóri, Davíð
Oddsson, hafi á síðustu misserunum í aðdrag
anda hrunsins haft uppi eindregin varn aðar
orð og er tilvísan í umfjöllun Ingimundar
Friðrikssonar, seðlabankastjóra í ársbyrjun
2009 verð allrar athygli (bls .132) .
Atburðarásin enn volg
Bók Styrmis er um margt afar áhuga verð . Hún er bráðvel skrifuð . Það er afrek að
skrifa um þetta efni á þann veg að lesand
anum er haldið áhugasömum og við efnið þar
til yfir lýkur .
Bókin varpar skýru ljósi á ýmsa þætti
banka hrunsins og nýtur bókin þess að höf
undur hennar er vel tengdur inn í banka og
stjórnmálakerfið, býr sjálfur yfir yfir grips
mikilli og djúpri þekkingu á íslensku sam
félagi, hefur glögga sögulega sýn og er með
vitaður um hræringar í alþjóðamálum .
Styrmir Gunnarsson hefur unnið vel sína
heima vinnu . Bókina verður að sjálfsögðu