Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 67

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 67
 Þjóðmál vetur 2009 65 og allt stefnir í gjaldþrot .“7 Á fyrrgreindum forsendum um afkomu ársins 1984, tók stjórn félagsins samt þá ákvörðun í byrjun árs 1985 að „berjast til þrautar“, eins og áður segir, blása til sóknar, efla Atlantshafssiglingarnar og bjóða út aukið hlutafé að upphæð 80 milljónir króna, sem voru miklir peningar í þá daga . Útboðið var samþykkt á hluthafafundi og tókst „framar öllum vonum“8 að auka hlutaféð um áðurnefnda fjárhæð . Bankastjórnin studdi þessa ákvörðun á þeim forsendum, sem þá lágu fyrir . Þegar endurskoðaður ársreikningur Hafskips fyrir 1984 barst í maí 1985, reyndist tapið á því ári nærri tvöfalt meira en gert var ráð fyrir, þegar hlutafjáraukningin var ákveðin eða 95,7 millj . kr . Síðari tímamótin voru, þegar annað sýnu meira áfall reið yfir skömmu eftir birtingu ársreikninganna . Milliuppgjör Helga Magnússonar, löggilts endurskoðanda, var lagt fram á fundi stjórnenda Útvegsbankans og Hafskips í júlí 1985 . Þar kom í ljós, að ívið meira tap var á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1985 en allt stóráfallaárið 1984 eða um 100 m .kr . Í bókinni Hafskip í skotlínu er þessum tíma mó tum rétt lýst þannig: „Stjórnendum Haf skips varð endanlega ljóst um mitt sumar 1985 að vegna næsta óviðráðanlegra erfiðleika félags ins væri eini raunhæfi kosturinn í stöðunni að selja það í rekstri.“9 Þessum algjöru þátta­ skilum í rekstri Hafskips eru gerð ólík skil í bók Stefáns Gunnars . Þeim er lýst eins og skekkja hafi orðið í áætlunum félagsins . Orð­ rétt er lýsingin svohljóðandi: „Um miðjan júlí 1985 kom í ljós að rekstraráætlanir Hafskips fyrir árið stóðust ekki.“10 Frásögnin í bókinni um viðbrögð við þessum vátíðindum er bein línis röng . Þar segir orðrétt: „Eftir að í ljós kom í júlí að rekstur Hafskips gekk verr en áætlað var fór Útvegsbankinn fram á að sameiningarviðræður við Eimskip yrðu teknar 7 Hafskip í skotlínu, bls . 19 . Vitnað í orð Ragnars Kjartanssonar . 8 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 16 . 9 Hafskip í skotlínu, bls . 215 . 10 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 30 . upp að nýju .“11 Hafskipsmenn lögðu þetta til sjálfir og hófu þær viðræður fyrst í stað . Þessi staðreynd kemur glöggt fram í Útvegs­ banka þætti Hafskipsmálsins . Á næstu fjórum mánuðum, frá byrjun maí og út ágúst, á þessu örlagaári tvöfaldaðist tapið enn . „Eini raunhæfi kosturinn“, sem var að selja fyrirtækið í rekstri, tókst ekki, með óhjákvæmilegum afleiðingum . Það fer ekki á milli mála, að fyrrgreindar bækur eru skrifaðar fyrst og fremst um þá grundvallarspurningu, hvort Hafskip hafi í raun orðið gjaldþrota í desember 1985 . Ennþá síður á það að vefjast fyrir lesendum hvert svarið er við spurningunni . Í því sambandi er sérstaklega athyglisvert, hvernig sannleiksleit sagnfræðinnar lendir í ógöngum, þegar látið er kyrrt liggja að segja frá atburðum eða staðreyndum, sem ríma illa við fyrirfram ákveðnar skoðanir eða niðurstöður . Þau atriði, sem eru eins konar „tabu“ eða afgreidd með þögninni í bókunum eru þessi: 1 . Hvergi er gerð grein fyrir reikningsskilum Helga Magnússonar, löggilts endurskoðanda Hafskips, ársreikningi 1984 eða tveimur milliuppgjörum 1985 . Gífurlegt tap á árinu 1984 og fyrstu 8 mánuði 1985 er hvergi tíundað í heild . 2 . Hvergi er gerð grein fyrir skýrslum banka eftirlitsins, sem bárust síðsumars 1985 og fólu m .a . í sér lækkun á mati skipa Haf skips vegna markaðsástæðna, sem nam 60% frá því verði, sem þau voru færð til eignar í ársreikningum félagsins 1984 . Um mat einstakra endurskoðenda á skipunum er þó varið löngu máli í bók Björns Jóns . Erfitt er að sjá hvaða tilgangi sú umfjöllun á að þjóna . 3 . Hvergi er að finna úttekt á raunveru legri stöðu eigin fjár, þar sem tekið er tillit til tapsins á rekstri félagsins árin 1984 og 1985 og lækkunar á markaðsverði skipanna . 11 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls 193 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.