Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 78

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 78
76 Þjóðmál vetur 2009 Jóhannes úr Kötlum Sumir skáldmæltir sósíalistar hvísluðu frem­ur en töluðu um, að vöknað hefði í púðr­ inu, og tóku aðrir því lítt eftir . Jóhannes skáld Jónasson úr Kötlum hafði verið einn ákafasti baráttumaður sósíalismans á Íslandi og ort Stalín og Maó lofkvæði að fornra skálda sið, hvort sem hann hefur ætlast til bragarlauna eða ekki .23 En upp úr miðjum sjötta áratug sóttu efasemdir á Jóhannes, þótt hann forðaðist að deila opinberlega á stjórnarfar í sósíalistaríkj­ unum . Margir íslenskir menntamenn for dæmdu til dæmis ruddalega framkomu valds manna í Ráð stjórnarríkjunum við Boris Pasternak 1958, en Jóhannes færðist undan því að taka afstöðu .24 Þegar hann var spurður ásamt mörgum öðrum kunnum sósíalistum um Skáldatíma Halldórs Kiljans Laxness 1963, þar sem gert var rösklega upp við sósíalismann, kusu þeir félagar að svara engu .25 Hins vegar talaði Jóhannes eitt sinn lengi heima hjá sér við Jón Óskar rithöfund um uppgjör Laxness . Hann sagðist vera vonsvikinn . Ráðstjórnarríkin hefðu brugðist, og nú væri hann í vafa um, hvort sósíalisminn hefði heppnast í Kína . Hann kvaðst ólíkt Laxness aldrei skrifa sinn Skáldatíma . Hann „hefði ekki taugar til þess að hætta á sambandsslit við gamla vini“ .26 Jó hannes sagði svipað, þegar hann hitti Bald­ vin Tryggva son, framkvæmdastjóra Almenna bóka félagsins, í afmælisveislu Stef áns Jónssonar barna bóka höfundar 1965 . Margt hefði reynst rétt, sem andstæðingar komm únismans hefðu haldið fram . „En, Baldvin, hvað á ég að gera?“ spurði hann stillilega . „Þetta eru einu vinir mínir . Ég er kominn á efri ár, og ég get ekki fleygt öllum vinum mínum frá mér .“27 Það, sem Jóhannes úr Kötlum vildi ekki segja berum orðum, lét hann í ljós í kvæðum . Hann sendi frá sér ljóðabókina Ný og nið 1970 . Í einu ljóðanna eru þessi vísuorð, sem lýsa vel hug hans:28 Í lausu lofti titrum við ósjálfbjarga, milli steins og sleggju . Jóhannes úr Kötlum hékk í lausu lofti . Hann hafði misst trúna og ekkert komið þess í stað . Annað kvæði í bókinni hét „Leiksystkin“: Við krakkarnir erum í skollaleik og nú hefur einhver leikið á mig, — hver hefur nú leikið á mig? Skyldi það vera strákurinn frá Gorí eða strákurinn úr Mosfellssveitinni eða strákurinn frá Sjaósjan ellegar kannski stelpurnar? Við blasti, hvert skáldið var að fara: Stalín var fæddur í Gorí, Laxness úr Mosfellssveit og Maó frá Sjaósjan . Jóhannes taldi sig svikinn, blekktan, illa leikinn . Þórarinn Eldjárn Þórarinn Eldjárn hafði jafnan verið talinn vinstrimaður, og hafði hann meðal annars ort skopkvæði um forsvarsmenn undir­ skriftasöfnunarinnar undir kjörorðinu „Varið land“ 1974 . En í viðtali við Tímarit Máls og menningar 1991 sagði Þórarinn, að sósíal ismi væri sameignarstefna og hefði verið fram­ kvæmd í Ráðstjórnarríkjunum . „En svo hefur Jóhannes úr Kötlum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.