Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 80
78 Þjóðmál vetur 2009
Mörður hélt því einnig fram, að þetta kvæði
Þórarins væri ekki vel ort . Brotið væri gegn
bragarhætti þess: „En ekki er nóg með að
myndmálið sé klént, heldur er bragurinn
líka gallaður, og það alltof augljóslega til
að um sé ræða venjulegt skáldaleyfi frá
hörðustu kröfum í snúnum hætti .“32 Í sama
hefti Tímarits Máls og menningar var kvæðið
„Í tilefni af skipsfrétt“ eftir annan sósíalista,
Franz Gíslason:
Þó draumur bregðist, vonin missi völd
er víst að þráin flöktir enn í nösum
og rotnar ekki, fúlnar ei í frösum
sem flögra um á líkframleiðsluöld
í máli þeirra er löngum sviku lit
og löðuðust að þeim er fór með völdin .
Og jafnvel þó að nú sé önnur öldin
en áður fyrr mér sýnist lítið vit
að deyða þrána, kæfa draumsins þor
— þeir dauðu rotna, ekki hugsjón vor!
sem verður til þess að vér lífi höldum .
Mér gagnar lítt að eiga við þá orð
sem eru horfnir, stukku fyrir borð
og sviptu vonir, þrár og drauma völdum .
Þeir Mörður og Franz töluðu báðir í hefð
bundn um Þjóðviljastíl, þar sem fremur var
leitast við að skilgreina andstæðinginn (og þá
helst alla leið út í hafsauga) en svara rökum
hans . Þórarinn Eldjárn átti síðasta orðið í þessari
ritdeilu með greininni „Að ruglast í ríminu“
í Tímariti Máls og menningar síðar sama ár .
Þar benti hann meðal annars á, að aðfinnslur
Marðar að braglýtum í kvæðinu „Skipsfregn“
misstu marks, því að þetta væri Shakespeare
sonnetta af annarri gerð en Mörður héldi .
Þórarinn viðurkenndi hins vegar, að Mörður
væri í essinu sínu í stjórn málaþvargi .
Einar Már Guðmundsson
Áútmánuðum 1992, í þann mund er Þór ar inn Eldjárn gerði upp við íslenska
sósíalista á síðum Tímarits Máls og menningar
og fékk bágt fyrir, skrifaði Einar Már
Guðmundsson í Lesbók Morgunblaðsins um
sama efni . En með því að Einar Már beindi
spjótum sínum að sósíalismanum frekar en
sósíalistunum, vakti uppgjör hans engin við
brögð . Grein hans hófst á lausamálsljóði:
Byltingin er eins og stelpan sem þú elskaðir einu
sinni .
Þú hélst hún elskaði þig líka
og að þú myndir aldrei elska neina aðra .
En dag nokkurn sagði hún þér upp .
Sorg þín var ómælisdjúp í tómleika daganna .
Hér hélt Einar Már því fram eins og Jóhannes
úr Kötlum á undan honum, að hann hefði
ekki svikið byltinguna, heldur hefði byltingin
svikið hann . En í grein Einars Más var meg
inskýringin á því, hvers vegna sósíalisminn
hefði mistekist, í nokkurri mótsögn við
þá hugmynd . Skýringin var í sem fæstum
orðum, að veruleikinn væri óútreiknanlegur
og jafnvel stundum fáránlegur; þess vegna
væri ekki unnt að kerfisbinda hann, eins og
Karl Marx hefði ætlað sér . „Raunveruleikinn
er alltaf að koma raunsæinu á óvart .“ Marx
hefði talið sig handhafa sannleikans . Hann
hefði verið sekur um hroka þann, sem Grikkir
hinir fornu kölluðu „hybris“ .
Einar Már bætti því við, að Marx hefði
verið djarfur hugsuður og sósíalisminn þrátt
fyrir allt haft í för með sér ýmsar umbætur á
borg ara legu skipulagi . Flóknari spurning var
hins vegar að sögn skáldsins, hvað hefði gerst,
hefði sósíalisminn tekist, svo að fólk hefði
verið brauðfætt og rekstur fyrirtækja gengið
vel, því að miðstjórnarkerfi þeirra, sem teldu
sig handhafa sannleikans, hlyti ætíð að vera
reist á kúgun, virðingarleysi gagnvart minni
hluta hópum og skorti á andlegu frelsi . Einar
Már fann sér aðeins takmarkaða fótfestu í
hinni nýju umhverfisverndarhreyfingu, sem
þá var að spretta upp . „Framtíðin blasir aðeins
við sem óreiða, umhverfishrun, verði haldið
áfram á sömu braut .“33 Fór Einari Má því líkt
og Jóhann esi úr Kötlum: Hann hékk í lausu