Þjóðmál - 01.12.2009, Page 81

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 81
 Þjóðmál vetur 2009 79 lofti . Hann hafði misst trúna og ekkert komið þess í stað . Mannshöfuð er nokkuð þungt Viðbrögð skáldanna sex við því, að vökn­að hafði í púðri sósíalismans, voru ólík . Steinn Steinarr uppgötvaði hina fornu speki, að mennirnir eru skeikulir, ráða hver og einn aðeins yfir broti sannleikans . Þeir eiga miklu auðveldara með að greina lygi en sannleik . Tók Steinn þess vegna á sína vísu undir það, sem ensk­austurríski heimspekingurinn Karl Popper sagði, að við höfum betri skilyrði til að þekkja böl en blessun . Þess vegna eigum við, sagði Popper, að reyna að útrýma nærtæku og áþreifanlegu böli í stað þess að einblína á fyrirheitna landið .34 Eins og sést á kvæði Jóns úr Vör, deildi hann þeirri forsendu með Steini, að sann leikurinn væri margur og smár, ekki mikill og einn . Einar Már er á sama máli . En þeir Jón og Einar Már gengu ekki eins langt og Steinn, því að eina rökrétta ályktunin er þá sú að hafna sósíal­ ismanum, og hvorugur var reiðubúinn til þess, að því er virðist . Krafa sósíalista er um vald til að umskapa skipulagið, og sú krafa stendur (og fellur) með þeirri hugmynd, að þeir ráði yfir miklum og einum sannleik . Hér er einnig bresturinn í boðskap Jóhannesar úr Kötlum . Sveik byltingin hann? Var hún ekki frekar dæmd til að mistakast, því að enginn ræður yfir nægilegri þekkingu til þess að umskapa skipulagið, auk þess sem fáir standast þær freistingar, sem valdið býður? Auðvitað blekktu strákarnir frá Gorí, úr Mosfellssveitinni og frá Sjaósjan Jóhannes úr Kötlum, en hann blekkti líka sjálfan sig: Hann hélt, að það væri gerlegt, sem vitrari menn telja öllum ofviða, að taka stórt stökk úr ríki nauðsynjarinnar í ríki frelsisins og skapa um leið nýjan mann . Stelp an, sem sagði Einari Má upp, reyndist vera til finn­ ingalaus frenja, sem krafðist mannblóta; hún var réttborin systir nasismans . Einar Már ætti að vera feginn að losna við þetta flagð í stað þess að vorkenna sjálfum sér og andvarpa . Þeir Jóhann Hjálmarsson og Þórarinn Eldjárn slógu síðan nokkuð aðra tóna . Þeir deildu á hræsni sósíalista, tvöfalt siðferði þeirra og „bals am er ings kúnstir“, og er þar auðvitað af nógu að taka . Viðbrögð annarra við ljóðum skáldanna sex eru einnig fróðleg . Því má velta fyrir sér, hvers konar vini Jóhannes úr Kötlum átti, ef þeir voru reiðubúnir til að slíta vináttu við hann, af því að honum fannst sumt miður fara í sósíalistaríkjunum . Jafnframt hefði Jóhannes sjálfur átt að muna orð annars íslensks trúar skálds löngu fyrr: Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans . Íslenskum vinstrimönnum var þó vorkunn . Á meðan Þjóðviljinn var og hét, spjó hann eitri og galli að þeim, sem vikust undan merkjum, til dæmis Steini Steinarr og Jóhanni Hjálmarssyni . Var jafnan reynt að gera þá tortryggilega, saka þá um að hafa gengið á mála hjá andstæðingum; ekki hefði vöknað í Einar Már Guðmundsson Ljósm ./H örður Ásbjörnsson

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.