Þjóðmál - 01.12.2009, Page 84

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 84
82 Þjóðmál vetur 2009 með valdi, ef það tilheyrði röngu hverfi . Enn þann dag í dag litar aðskilnaðarstefnan pólitískt landslag í Suður­Afríku . Leikstjórinn Blomkamp er sjálfur frá Suður­Afríku og ólst upp á þeim tíma þegar aðskilnaðarstefnan var að líða undir lok og varð hann því vitni að þessari ógeðfelldu stefnu í framkvæmd . Honum er málið mjög hugleikið og í raun kom aldrei til greina að láta myndina gerast annars staðar en í Jóhannesarborg . Þá vísar titill myndarinnar í atburði sem áttu sér stað í District 6 á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Jóhannesarborg þar sem 60 þúsund manns voru flutt nauðug á brott árið 1968 og yfir­ völd lýstu svæðið svæði hvítra manna . District 9 er án efa með betri myndum sést hefur í kvikmynda húsum það sem af er af þessu ári . Þetta er mynd sem hefur allt – hug­ myndafræði, hasar og húmor . 1984 **** Stjórnmálamenn virðast sífellt fá nýjar hug myndir sem miða í þá átt að búa til hið „fullkomna“ eftirlitssamfélag . Nú síðast bárust fréttir frá Bretlandi þar sem stefnt mun að því að geyma hvert einasta símtal, SMS­ skilaboð, tölvupóst og vefsíðuheimsóknir Breta í eitt ár . Hátt í 700 opinberir aðilar fá að gramsa í þeim mikla gagnagrunni án heimildar dómara . Fréttir sem þessar sýna glögglega hvað frelsi fólks er í raun vandmeðfarið og brothætt . Allt er gert með góðum ásetningi en útkoman verður oftar en ekki eitthvað allt annað . Kvikmyndin 1984 eftir sögu George Orwells er ógleymanleg mynd sem lýsir hörmulegu eftirlitssamfélagi . Í 1984 er fólki bannað að vera ástfangið því slík tilfinningasemi ógnar stöðu ríkisvaldsins og fólk er parað saman út frá kaldri lógík . Það er óhætt að mæla með bæði bókinni Nítján hundruð áttatíu og fjögur og kvikmyndinni með hinum geðþekka John Hurt í aðalhlutverki auk gæðaleikara á borð við Richard Burton . Hættan er ekki liðin hjá þó svo að árið 1984 sé liðið og það er sorglegt að árið 2009 búi fólk við aðstæður sem lætur vís­ indaskáldsögu frá árinu 1949 hljóma eins og sögu af næsta bæ . Aðdáendum Nítján hundruð áttatíu og fjögur, sem áhuga hafa á að lesa fleiri bækur af svipuðum toga, er jafnframt bent á sígilda bók eftir Yevgeny Zamyatin, We, sem upphaflega kom út árið 1924 . NÁNARI UMFJÖLLUN UM ÞESSAR OG FLEIRI MYNDIR MÁ SJÁ Á KVIKMYNDAVEFNUM KVIKMYNDIR.COM (WWW.KVIKMYNDIR.COM), ÞAR SEM NýIR DÓMAR BIRTAST VIKULEGA. Breski leikarinn John Hurt í hlutverki sínu í kvikmyndinni 1984 sem gerð var eftir hinni frægu skáldsögu George Orwell, Nítján hundruð áttatíu og fjögur .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.