Þjóðmál - 01.12.2009, Page 85

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 85
 Þjóðmál vetur 2009 83 Bókadómar _____________ Svartbók kommúnismans Stéphane Courtois, Nicolas Werth Jean­Louis Panné, Andrzej Paczkowski, Karel Bartosek, Jean­ Louis Margolin: Svartbók kommúnismans. Glæpir, ofsóknir, kúgun . Ritstjóri íslensku útgáfunnar og þýðandi: Hannes Hólmsteinn Gissurarson . Háskólaútgáfan, Reykjavík 2009 . 828 bls . Eftir Jón Þ . Þór S vartbók kommúnismans kom fyrst út í Frakk­landi árið 1997 og vakti þegar í stað mikla athygli . Hún er metnaðarfullt verk margra fræðimanna af mörgum þjóðernum, en rétt er að taka fram, að bókin er ekki saga komm­ únismans eða kommúnistastjórna í heiminum á 20 . öld . Höfundarnir einskorða frásögn sína við ógnarstjórn og ógnarverk kommúnista í löndum, sem þeir stjórnuðu um lengri eða skemmri tíma og nær sagan til allra heimsálfa utan Norður­Ameríku og Eyjaálfu . Að loknum almennum inngangskafla, sem ber yfirskriftina „Glæpir kommúnismans“, víkur sögunni að einstökum löndum og svæðum . Þar er fyrst fjallað um byltinguna í Rússlandi og þróun mála í Sovétríkjunum, og því næst vikið að athöfnum Sovétmanna í öðrum löndum, þar sem þeir komust þó ekki til valda, t .d . á Spáni á dögum borgarastyrjaldarinnar þar . Þá er fjallað um Evrópulönd, sem lutu stjórn kommúnista eftir síðari heimsstyrjöld, og því næst víkur sögunni að Asíu og loks Rómönsku Ameríku og þróunar­ löndum í Þriðja heiminum . Bókinni lýkur svo með eftirmála eftir Stéphane Courtois, sem ber hina viðeigandi yfirskrift „Hvers vegna?“ Frásögnin af gangi mála í Sovétríkjunum er vitaskuld rækilegust . Um þá sögu hefur víða verið fjallað áður og fátt kemur lesendum, sem fylgst hafa með söguskrifum um þessi mál, verulega á óvart . Tvennt vakti mesta athygli mína í þessum hluta bókarinnar . Í fyrsta lagi, hve margir og ólíkir hópar andstæðinga bolsévika voru í borgarastríðinu á árunum 1918–1921 . Sagnfræðingar og aðrir söguritarar hafa löngum haft tilhneigingu til að steypa andstæðingum bolsévika saman í eitt og kalla einu nafni hvítliða . Í því má greina áhrif frá sovéskum stjónvöldum og söguritun fræðimanna, sem voru þeim hlynntir . Hér er hins vegar sýnt fram á, m .a . með stuðningi af heimildum, sem ekki urðu aðgengilegar fræðimönnum fyrr en eftir fall Sovétríkjanna, að andstæðingar bolsévika voru sundurleitur hópur fólks, sem var andstætt keisarastjórninni, og þó einkum ráðleysi hennar í fyrri heimsstyrjöldinni . Margt af þessu fólki var í sjálfu sér ekki andstætt byltingunni sem slíkri, en það vildi ekkert með hina eiginlegu hvítliða hafa, og ekki heldur lúta stjórn bolsévika í einu og öllu . Í annan stað er athyglisvert, hve mikla áherslu bókarhöfundar, sem margir eru vinstrisinnaðir menntamenn, leggja á að Lenín hafi verið upphafsmaður og helsti hugmyndafræðingur ógnarstjórnar bolsévika . Í þessu efni er einnig byggt á skjallegum heimildum, sem ekki urðu tiltækar sagnfræðingum fyrr en eftir 1991 . Þessi skoðun á Lenín gengur hina vegar í berhögg við það, sem sósíalistar og kommúnistar héldu lengi fram, ekki síst eftir hina frægu „leyniræðu“ Nikita Krústjoffs árið 1956, að allar hreinsanir, mannréttindabrot og böðulsskapur hafi verið Stalín og hans kónum að kenna . Lenín hafi verið miklu betri maður og hefði hann lifað lengur, hefðu mörg hermdarverk Stalíns aldrei átt sér stað . Á sama hátt halda margir, sem kalla sig trotskista, því fram að saga Sovétríkjanna og þegna þeirra hefði orðið önnur ef Trotskij hefði komist til valda eftir dauða Leníns, en ekki Stalín . Úr þessu fæst vitaskuld aldrei skorið með

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.