Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 89

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 89
 Þjóðmál vetur 2009 87 hef lesið finnst mér flest benda til að verkamenn hafi hvergi leitt og stjórnað byltingu fyrr en Samstaða (Solidarność) steypti kommúnistum af valdastóli í Póllandi á níunda áratug síðustu aldar . Sú verklýðsbylting var í nafni stefnu sem er svo andstæð kommúnisma sem mest getur verið . Ég held að flestir sem að henni stóðu hafi tekið miklu meira mark á páfanum í Róm heldur en þeim Marx og Engels . Saga marxismans verður ekki rétt sögð, nema að litlu leyti, ef menn reyna að gera hana að hluta af sögu um réttindabaráttu verkafólks og sókn til aukins jafnréttis . Marxisminn er fyrst og fremst hluti af umræðuhefð meðal róttækra og byltingarsinnaðra menntamanna í Vestur­ Evrópu á 18 . og 19 . öld . Stór hluti af franskri tískuheimspeki síðustu áratuga er framhald af henni svo ef til vill má líta svo á að þessi hefð lifi enn . Marx og Engels eru í hópi með Jean­Jacques Rousseau (1712–1778), Thomas Paine (1737– 1809), Mikhail Bakunin (1814 –1876) og fleiri sem dreymdi um að kollvarpa ríkjandi sam­ félagsskipan og byggja betri heim frá grunni . Kenning þeirra um samfélagið hefur einkenni sem eru sameiginleg þessum róttæklingum öllum . Tvö þessara einkenna eru sérlega áhuga­ verð að mínu viti . Annað er viðleitnin til að einfalda félagslegan veruleika . Hitt er hvernig hugsjónin um frelsi er spunnin upp í þær hæðir að hún missir á endanum allt jarðsamband . Einföldun veruleikans Í byrjun fyrsta hluta Kommúnistaávarpsins stendur: En öldin, sem vér lifum á, öld borgarastéttar­ inn ar, er að því leyti frábrugðin fyrri tímabilum, að hún hefur gert stéttaandstæðurnar óbrotnari . Gervallt þjóðfélagið skiptist æ meir í tvo mikla fjandmannaflokka, í tvær meginstéttir, er standa andspænis hvor annarri, augliti til auglitis: borg­ arastétt og öreigalýð . (s . 176–7) Í framhaldinu lýsa Marx og Engels iðnríkjum 19 . aldar eins og þar væru aðeins tveir hópar manna og báðir harla einsleitir innbyrðis: Iðjulausir auðmenn sem eiga allt og eignalausir verkamenn sem vinna alla vinnuna … Þeir sem vinna í borgaralegu þjóðfélagi, eignast ekki neitt, en þeir sem eignum safna, vinna ekki neitt . (s . 198) Allt það flúr sem einkenndi samfélög fyrri tíma kveða þeir á bak og burt . Um þetta er allmikið málskrúð sem Sverrir þýðir á íslensku með miklum glæsibrag: Þar sem borgarastéttin hefur tekið völd, hefur hún lagt í auðn alla lífshætti aðaldóms og húsbóndaveldis, og hinna sælu sveita . Hún hefur án allrar miskunnar slitið hin listofnu lénsbönd, er tengdu saman yfirmenn og undirgefna og enga aðra taug eftir skilið manna á milli en bláber hagsmunabönd, sálarlaust silfrið og goldinn verð . […] Í stuttu máli sagt: Í stað arðráns, sem hjúpað var trúarlegu og pólitísku táli, hefur hún sett sitt arðrán, nakið, blygðunarlaust, krókalaust og kalt . (s . 178–9) Þessi mynd af samfélögum Vestur­Evrópu var fjarri öllum sanni um miðja 19 . öld þegar stór hluti fólks bjó enn í sveitum . Hún er jafn fjarri sanni nú og er það bæði vegna þess að í reynd liggja margskonar þræðir frá manni til manns aðrir en hagsmunabönd og vegna þess að togstreita um hagsmuni er miklu margbreytilegri en svo að hægt sé að lýsa henni sem átökum tveggja stétta . Launamenn skiptast í fjölmargar sérfræðistéttir, eignarhald á fjármagni er dreift um króka og kima í samfélaginu og hagsmunaárekstrar eru ekkert síður innbyrðis milli þeirra sem lifa á arði af eignum eða milli ólíkra hópa launþega heldur en milli stóreignamanna og verkafólks . Þessi ofureinföldun á samfélaginu kemur ekki heim við neinn veruleika . Samt létu Marx og Engels eins og um blákaldar staðreyndir væri að ræða þegar þeir vörðu stefnu sína: Oss kommúnistum hefur verið brugðið um það, að vér vildum afnema einstaklingseign, er menn hafi sjálfir aflað sér og unnið fyrir, þá eign, er sé grundvöllur alls einstaklingsfrelsis, persónulegra athafna og persónulegs sjálfstæðis . Eign, er menn hafa aflað sér og erjað fyrir sjálfir! Eruð þér að tala um eign smáborgara og smábænda, sem var undanfari hins borgaralega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.