Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 91
 Þjóðmál vetur 2009 89 Hegel áleit að hið algera frelsi hefði fleiri hliðar en frelsi viljans og persónufrelsi . Ein þeirra er að vera laus úr viðjum hvata og náttúrulegra orsaka . Til að botna í þessari hugmynd þarf að skoða Samfélagssáttmálann eftir Rousseau, en sú bók var bæði í uppáhaldi hjá forsprökkum frönsku byltingarinnar 1789 og hjá róttæklingum 19 . aldar . Þar stendur: … meðal þess sem ríki siðmenningarinnar gefur af sér er siðferðilegt frelsi . Það eitt gerir manninn sannarlega að sjálfs síns herra, því að sá sem er á valdi eðlishvatanna einna lifir í þrældómi, en hlýðni við lög sem menn setja sér sjálfir er frelsi . (s . 82)3 Í þessu sama riti talar Rousseau um almanna vilja og virðist þar eiga við einhvers konar sameigin lega betri vitund eða siðferðilega skynsemi . Hann álítur að séu lögin í samræmi við þennan al manna vilja láti þeir sem hlýða þeim vitið ráða og séu lausir undan oki eðlishvatanna . Í ljósi þessa er hægt að skilja þá undarlegu kenningu hans að hægt sé að þvinga menn til að vera frjálsir: Í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sam­ félags samningurinn verði lítið annað en hégóm­ legt pappírssnifsi felur hann í sér þá þöglu skuldbindingu, sem er eina leiðin til að láta öðrum mátt í té, að hver sá sem neitar að gegna almannaviljanum verði neyddur til þess af heild­ inni allri . Þetta þýðir það eitt að mönnum verður þröngvað til að vera frjálsir . Það skilyrði veitir föðurlandinu umráð yfir sérhverjum borgara sínum og felur jafnframt í sér tryggingu þess að hann verði ekki háður öðrum . (Bls . 80 .) Þegar þessu hefur verið bætt við annað sem Hegel sagði um frelsið er hugtakið orðið ansi bólgið og jafnvel mótsagnakennt, því þessi kenning Rousseau kemur illa eða ekki heim við kröfur um persónufrelsi . En ég held að það sé ekki nokkur leið að skilja aðdráttarafl kommúnismans og hugmyndir marxista um betra mannlíf eftir byltingu nema í ljósi þessara 3 Tilvitnanir Rousseau eru teknar úr þýðingu Björns Þorsteinssonar og Más Jónssonar á Samfélagssáttmálanum sem Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út árið 2004 . nokkuð svo yfirdrifnu og ofvöxnu frelsishugsjóna eða draumóra um að menn öðlist æðra frelsi en kostur er á í borgaralegu samfélagi með því móta líf sitt saman á meðvitaðan hátt og í samræmi við sína betri vitund sem jafnframt er einhvers konar almannavilji . * Íslendingar þekkja aðdáun róttækra vinstri manna á Rousseau til dæmis af bók Einars Olgeirssonar, Rousseau, sem kom út á Akureyri árið 1925 . Eins og fyrr er getið þýddi Einar Kommúnistaávarpið í félagi við Stefán Pjetursson snemma á síðustu öld . Hann var líka einn af stofnendum Kommúnistaflokksins 1930 og formaður Sósíalistaflokksins frá stofnun hans 1939 . Í inngangi bókarinnar segir hann að Rousseau hafi verið: … málsvari miljóna, sem annars áttu enga að, verjandi smælingja, sem traðkaðir voru undir fótum höfðingjanna, frömuður frelsis, sem herskarar hinna kúguðu þráðu, talsmaður sannleika, sem auðmenn og aðall hæddi, boðberi ástar, sem hræsni og ljettúð misþyrmdu, söngvari náttúrunnar, er menningin afskræmdi og eyðilagði, skáld tilfinninga, sem vaninn og formið fjötruðu … Kenningu Rousseau um frelsi og almannavilja má víða lesa milli línanna í skrifum komm­ únista og einhver hugmynd í þessa veru er líklega forsenda fyrir þeirri sannfæringu að í ríki kommúnismans geti hver og einn litið á sam­ félagið sem sitt verk . Ef menn kyngja þessum hugmyndagraut virði st þeim ef til vill ekki svo ótrúlegt að menn séu frjálsari þar sem borgaraleg réttindi hafa verið afnumin og kommúnistaflokkur hefur al­ ræðis vald heldur en við þá samfélagsskipan sem þróast hefur í Vestur­Evrópu og Norður­Amer­ íku . En þessar hugmyndir Rousseau og fleiri rót tæklinga um frelsi og almannavilja, svo ekki sé talað um hina hátimbruðu frelsisheim speki Hegels, eiga lítinn hljómgrunn hjá öðrum en þeim sem lifa langt frá vettvangi dagsins í heimi bóka og fræðilegrar umræðu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.