Þjóðmál - 01.12.2009, Side 95

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 95
 Þjóðmál vetur 2009 93 honum og öðrum fyrir sakir þessara skoðana . Þó að bókinni sé ekki ætlað að vera framlag til pólitískrar stefnumótunar hefur hún eigi að síður gildi fyrir þá umræðu sem nú fer fram um þessi efni . Hún er hollur lestur fyrir alla þá sem vilja kynnast sex áratuga sögulegu samhengi þessara mikilvægu mála og þjóðernislegu baksviði þeirrar afstöðu sem lýst er . Niðurstaðan: Þörf bók og fróðleg . Að skilja Einar Ben . sendiherra hjálpar mönnum að skilja heiminn . Karlagrobb Jónasar Jónas Kristjánsson: Frjáls og óháður, Sögur útgáfa, Reykja vík 2009, 157 bls . Eftir Björn Bjarnason Ásínum tíma, fyrir tæpum 35 árum, starfaði ég í nokkra mánuði sem erlendur fréttastjóri á dagblaðinu Vísi undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar . Blaðið var þá tiltölulega nýlega flutt í sérhannað húsnæði sitt við Síðumúla . Vinnuaðstaðan var ágæt nema hvað stórir gluggar á básum blaðamanna sneru í suður og gat því oft orðið mjög heitt þar í sólskini . Ritstjóraherbergið sneri í norður og á milli þess og bása blaðamanna var potturinn, sérhannað herbergi með hringlaga borði, þar sem blaðamenn komu saman til funda og unnið var að því að leggja lokahönd á blaðið, áður en það fór í prentsmiðjuna . Mér féll vel að skrifa erlendar fréttir og pistla til skýringa á þeim . Allt var í föstum skorðum, umbrot og tímasetningar við skil á efni . Lögð var áhersla á að virða setta fresti, til að blaðið kæmist á markað á tilsettum tíma um hádegið . Forvitnilegt var að kynnast þessari hlið blaðamennsku, eftir að hafa starfað á Morgunblaðinu með námi . Taktur er annar á morgunblaði en hádegisblaði . Í bók sinni Frjáls og Óháður lýsir Jónas meðal annars húsakynnum í Síðumúlanum og segir, að frá þeim tíma hafi allar ritstjórnir hans haft pott, það er slíkt miðlægt fundarherbergi . Raunar minnist ég þess ekki að hafa hitt Jónas annars staðar á ritstjórn Vísis en á fundum í pottinum . Hann sat þar stundum og lét ljós sitt skína eða fór yfir það, sem honum þótti mega betur fara . Að öðru leyti var hann afskiptalítill af ritstjórninni . Af bók hans má ráða, að hann sé þeirrar gerðar, að hann vilji koma sér upp kerfi og láta síðan aðra hluti falla innan þess, svo að hann geti snúið sér að einhverju öðru . Þegar kemur að því að lýsa samskiptum við annað fólk í bókinni, er augljóst, að hann dregur það í dilka eftir því, hvort það hefur gagnast honum innan hans eigin kerfisheims . Jónas hefur mildast í dómum um menn í áranna rás . Hann er hættur að kalla suma fasista, eins og honum var tamt . Eftir lestur bókarinnar flaug mér eitt orð í huga, karlagrobb . Jónas hefur ekki stigið feilspor, þau eru annarra . Allt hefur gengið upp, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, fyrir utan tvennt: Saga Náttúrulækningafélags Íslands er enn hálfköruð . Það er ekki Jónasi að kenna heldur fomanni félagsins . Þá hefur Jónas ekki uppfært gagnabanka sinn um hross á þann veg, að allir geti nálgast efni á honum . „Dálítið snúið mál og dýrt“ að sögn Jónasar . Ekki nóg með þetta, því að Jónas hefur sett allt hið bitastæðasta, sem hann hefur skrifað og skráð inn á vefsíðuna www .jonas .is . „Ég hef skilað dagsverkinu, haldið öllu til haga, sem máli skiptir,“ segir í bókarlok . Sá grunur læðist að lesandanum, að Jónasi falli betur að umgangast hross en menn . Kaldhæðni og ónot hans í garð ýmissa, sem hann nefnir til sögunnar, þjónar þeim tilgangi einum að upphefja Jónas enn frekar . Kastar hann hnútum jafnt í látna sem lifandi . Jónas hefur stundað þessa iðju svo lengi í leiðurum sínum um þá, sem starfa á opinberum vettvangi, að þar kippa menn sér ekki upp við illmælgi hans . Öðru máli kann að gegna um þá, sem ekki hafa kynnst henni af eigin raun, en rekast á hana í bókinni . Ég rakst aðeins á eina prentvillu . Myndir eru margar í bókinni og sést af þeim, að þau hjón

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.