Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 32

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 32
yfir öllu trúmálapexi og flokkaríg“.48 Að öðru leyti taldi hann að hafa bæri hliðsjón af þeim lögum sem giltu um utanþjóðkirkjusöfnuði.49 Þórhallur setti hér fram róttækara sjónarmið en prestar evangelísk-lútherskra fríkirkju- safnaða héldu fram tæplega 100 árum síðar. Þeir kröfðust að öll lúthersk trúfélög sem störfuðu í landinu hlytu hlutdeild í afrakstri hinna fornu kirkjueigna.50 Þórhallur gekk hins vegar lengra í átt að jöfnuði þar sem öll trúfélög sem mögulega gátu kallast kristin áttu að njóta arðs af eignunum en ekki aðeins þau sem störfuðu á grundvelli lútherskrar játningar. Hefði sjónarmið Þórhalls komið til framkvæmda þegar 1896 hefðu öll trúfélög sem starfandi voru í landinu notið arðsins. Að þessu sinni (1911) hafði Þórhallur endurskoðað afstöðu sína frá 1896 hvað kirkjubyggingarnar áhrærði. Nú taldi hann að „sá söfnuður er áfram vildi um kirkjuna halda“ væri réttur viðtakandi hennar. Aleit hann ástæðulaust að ætla að tveir slíkir söfnuðir mynduðust í sömu sókn. Slíkt gerðist vissulega sums staðar er hluti safnaðar sagði sig úr þjóðkirkjunni og myndaði fríkirkjusöfnuð en minni líkur gátu verið á þeirri atburðarás við aðskilnað. Líklegra taldi hann að enginn vildi taka við kirkjubyggingu til dæmis vegna skulda er á henni hvíldu. í slíkum tilfellum yrði ríkið að taka við byggingunni, koma henni í verð og greiða skuldir hennar. Eftirstöðvunum skyldi síðan ráðstafa til kristinna trúfélaga. Þó taldi hann litlar líkur á að kirkjurnar gengju ekki út til safnaða vegna þeirrar tryggðar sem fólk bæri almennt í brjósti til grafreitanna.51 48 Þórhallur taldi ríkisvaldið þó geta synjað trúfélögum um úthlutun ef þau kenndu sig við kristni en hefðu samt „eitthvað siðspillandi eða hættulegt þjóðfélaginu í háttum sínum og reglum". Skilnaðarkjörin 1912: 43. 49 Gert var ráð fyrir að nægilega margir fulltíða menn tilheyrðu félagsskapnum, hann hefði fast félagsskipulag og hefði helst yfir að ráða samkomuhúsi eða kirkju. Skilnaðarkjörin 1912: 43. Mestu þótti Þórhalli varða að söfnuðurinn hefði forstöðumann eða prest sem væri því hlutverki vaxinn enda gerðu lög á þessum tíma ráð fyrir löggildingu forstöðumanns en ekki safnaðar sem slíks. Stjórnartíðindi 1886: 20-23. Bjarni Sigurðsson 1986: 374. Benda má á að Þórhallur Bjarnarson var ekki sjálfum sér samkvæmur er hann ræddi um úthlutun á vöxtum af andvirði afhentra kirkjueigna og nefndi hana sjálfur „styrk“ frá ríkinu síðar í þessari sömu grein. Skilnaðarkjörin 1912: 44. 50 Lúterskar fríkirkjur og stjórnarskráin 2009. Svo virðist sem færa megi efnisleg rök fyrir því að þjóðkirkjan njóti afraksturs fornra kirkjueigna en ekki önnur trúfélög. Felast þau í að þessar eignir heyrðu í upphafi til einstökum kirkjubyggingum og mynduðu rekstrargrundvöll þeirra. Þessar byggingar færðust á siðaskiptatímanum yfir til lúthersku kirkjunnar og þjóðkirkjunnar 1874 hafi þær ekki verið lagðar niður og sóknir þeirra lagðar undir aðrar kirkjur. Á hinn bóginn virðist það sjónarmið að afraksturinn eigi að renna til allra lútherskra trúfélaga vegna þess játningargrunns en ekki a.m.k. allra kristinna trúfélaga fela í sér mismunun. 51 Skilnaðarkjörin 1911: 274-276. Sjá og Kirkjueignirnar 1916: 191-192. 30 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.