Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 51
skyldum og hélt áfram að vera á meðal auðugustu borgara í Jerúsalem og Júdeu. Jósúa var fyrsti æðsti presturinn undir lok sjöttu aldar f. Kr. eftir lok babýlónsku herleiðingarinnar en síðasti æðstipresturinn var Fanníel Samúlesson undir lok sjöunda áratugs núverandi tímatals.3 Æðstuprestar á helleníska tímanum, frá lokum fjórðu aldar f. Kr. og næstu eitt hundrað og fimmtíu árin þóttu hliðhollir erlendum arftökum Alexanders mikla (356-323 f. Kr.) á valdastóli í Jerúsalem og þessi liðveisla er talinn einn helsti þátturinn í vaxandi átökum innbyrðis á meðal Gyðinga sem leiddi til Makkabeauppreisnarinnar á annarri öld f. Kr.4 Á tímabilinu 152-37 f. Kr. sátu átta æðstuprestar á valdastóli í Jerúsalem en þeir voru jafnframt leiðtogar Hasmónea eða þar til Anúel tók við því embætti á valdatíð Heródesar mikla (74 f. Kr. - 4 e. Kr.) nokkrum áratugum eftir að Jerúsalem féll í hendur Pompejusar hershöfðingja (Gnaeus Pompeius Magnus; 106-48 f. Kr.).5 Frá tíma Rómverja undir Heródesi mikla (73 f. Kr. - 4. e. Kr.) eru prestar og æðstuprestar kallaðir Saddúkear. Nafnið er talið dregið af nafni Sadóks, sem var æðstiprestur á tíð Davíðs konungs á tíundu öld fyrir Krists burð en Esra gerir þá kröfu að allir æðstuprestar skyldu vera af ætt Sadóks (Esra 7.2). Þegar Símon var æðstiprestur (142-134 f. Kr.) varð frekari klofningur á meðal Gyðinga í Jerúsalem og hreyfing sem stendur að baki ritunar Dauðahafshandritina klauf sig frá Hasmóneum og stofnaði eigið samfélag þar sem æðsti presturinn var kallaður „Kennari réttlætisins“.6 Dauðahafshreyfingin taldi bæði Hasmónea og Saddúkea hafa brotið hinn sanna legg æðstupresta með því að velja Símon, sem var af lægri ættum. Þegar Rómverjar lögðu musterið í rúst árið 70 e. Kr. undir herstjórn Títusar (Titus Flavius; 39-81 e. Kr.; keisari frá 79) lagðist þessi stofnun endanlega af en hún var ekki nema svipur hjá sjón þegar árið 70 f. Kr. en það ár hertók Pompejus Jerúsalem en leyfði áfram fórnardýrkunina í musterinu.7 I þessu samhengi er jafnframt óhjákvæmilegt annað en að geta um Gyðinga í dreifingunni. Vegna landfræðilegrar fjarlægðar sinnar frá must- erinu í Jerúsalem hefir því lengi verið haldið fram að þeir hafi umfram 3 James C. VanderKam, From Joshua to Caiaphas: High Priests ajter the Exile 2004, s. 491—492. 4 VanderKam, sama rit, s. 112-239. 5 VanderKam, sama rit, s. 240-393 (um tímabil Hasmónea) ogs. 394-490 (um tímabil Heródesanna). 6 Sbr. Helmut Koester, Introduction to the New Testament, Volume 1: History, Culture, and Religion ofthe Hellenistic Age 1995, s. 1: 218-219. 7 Sjá frekar um þessi átök, John J. Collins, Jewish Cult and Hellenistic Culture: Essays on the Jewish Encounter with Hellenism and Roman Rule 2005, s. hvarvetna. L 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.