Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 52
allt þróað með sér hefðir sem byggt hafi á öðrum forsendum en musteris- dýrkun. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að einnig á meðal þeirra hafi virðingin fyrir musterinu haldið velli og að fleira en færra í helgihaldi þeirra beri keim af virðingu fyrir musterinu heldur en skeytingarleysi í þess garð enda þótt sýnagógan væri orðin þeirra samfundarstaður. Þannig er að finna vitnisburð um að Gyðingar í dreifingunni hafi haldið (1) sumar helstu hátíðir musterisins í heiðri og vitað er (2) að víða var safnað fjármunum til að senda musterinu í Jerúsalem. Þá hefir einnig verið bent á (3) að þær bækur sem einkum voru lesnar í sýnagógu dreifmgarinnar hafi verið Mósebækur, spámannaritin og sálmarnir. í öllum þessum ritum skipar musterið miðlægan sess.8 Prestarnir eða Saddúkear eru ekki aðeins þjónar guðsdýrkunarinnar í musterinu heldur einnig túlkendur ritninganna og þar með talið lagatúlkendur. I Nýja testamentinu er oftast dregin upp neikvæð mynd af þeim: Þeir eru þröngsýnir ef ekki gamaldags í samanburði við Farísea sem þó standast ekki samanburð við Jesú eða lærisveina hans.9 Musterið er þannig miðlægt á meðal Gyðinga jafnt í Jerúsalem sem í dreifmgunni. Mynd þess og áhrif eru með öðrum orðum engan veginn bundin við texta sem fyrst og fremst eru helgaðir fórnardýrkuninni í musterinu. Jafnvel í textum sem við fyrstu sýn gætu virst grundvallast á óskyldri orðræðu eins og heimsslitabókmenntum og spekiritum er musterið aldrei langt undan. í spádómsbók Esekíels verður endurreisn musterisins kjarninn í sýn um hinsta veruleik heimsins (Esk 40-44). Og í eins ólíku bókmenntaverki og Síraksbók skipar musterið miðlægan sess. Jafnvel í Ræðuheimild samstofnaguðspjallanna er musterið aftur komið í fókus í lokaútgáfu hennar.10 I Nag Hammadi ritunum er að finna dæmi um hlut- verk musterisins og eins í dulspekiritum Gyðinga enda þótt vísunin sé ekki ævinlega í einhvers konar veraldlegt mannvirki.* 11 Þrátt fyrir að musterið eða örkin sé í sumum myndlíkingum varðveislustaður lögmálsins á líkan hátt 8 Sbr. Stanley K. Stowers, „Does Pauline Christianity Resemble a Hellenistic Philosophy?" 2001, s. 83-89. 9 Sjá t.d. Anthony J. Saldarini, Pharisees, Scribes and Sadducees in Palestinian Society 2001, s. hvarvetna. 10 Sjá t.d. Jonathan Z. Smith, To Take Place: Toward Theory in Ritual 1987, s. 1-95 (um Esekíel); Claudia V. Camp, „Storied Space, or, Ben Sira „Tells“ a Temple" 2002 (um Síraksbók) og John S. Kloppenborg, The Formation of Q: Trajectories inAncient Wisdom Collections 1987, s. 246-262 (um Ræðuheimildina). 11 Sjá t.d. George MacRae, „The Temple as a House of Revelation in the Nag Hammadi Texts“ 1984, s. 175-190 (um musterið í Nag Hammadi ritum); Gershom Scholem, Major Trends in Jewish Mysticism 1995, s. hvarvetna (m.a. um musterið í dultrúarhreyfmgum Gyðinga). 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.