Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 64
fornöld í gegnum miðaldir allt til þessa dags. Útvíkkun texta eða túlkun
sem byrjar til að mynda með glósum eða athugasemdum komast sumar
inn í trúarlega texta og verða hluti af samsetningarsögu þeirra. Þegar að því
kemur að slíkir textar verða hafnir upp á stall helgiritasafns (e. canorí) þá
öðlast þeir þá helgi sem leyfir ekki frekari útvíkkanir eða viðbætur á slíkum
textum. En ferlið stoppar þó ekki þar. Á meðan trúarlegir textar eru í notkun
heldur túlkunarsaga eða viðtökusaga þeirra áfram. En þessi áframhaldandi
túlkun öðlast nýtt form sem eru ritskýringarverk (e. commentary). Um þetta
ferli fjallar John B. Henderson og sýnir hvernig ferlið er sameiginlegt með
ólíkum trúarbrögðum þegar hann ber saman vestræna ritskýringu og túlkun
á verkum Konfúsíusar (551—479 f. Kr.).63
Fishbane fjallar um útvíkkanir eða túlkun á ýmsum ritum Gamla testa-
mentisins frá þessu sjónarhorni. Þannig er til að mynda sumt lagaefni
tilkomið í ritum Gamla testamentisins eða sem nokkurs konar lagaútlegging
á eldra efni sem í sumum tilvikum er sjálft ekki lagalegs eðlis. Fishbane
greinir einkum ferns konar leiðir til útvíkkunar á eldra efni eða heimildum:
Sumar felast í skýringum skrifara (fræðimanna) á eðli tungumálsins eða
orðskýringum; aðrar felast í lagalegri túlkun (halakha) spekinga eða rabbína
einkum á eldra lagaefni; enn aðrar eru nokkurs konar guðfræðileg útlegging
(predikun) eða sagnfræðileg skýring (haggadah) á eldra efni af ýmsum toga
(einnig lagaefni); og loks er sú leið eða sjónarhorn sem túlkar eldra efni í
ljósi spádóma eða drauma (e. mantology).64 Eins og áður segir þá er ekki
í Gamla testamentinu að finna eiginlegar lögbækur sem taki á lögum eins
og lagasöfn almennt gera. Sá skortur er ein aðal forsenda túlkunarinnar, að
mati Fishbane, eitthvað sem gerir hana nauðsynlega. Lagaefnið nær á hinn
bóginn í senn yfir samskipti mannfólksins við Guð (umskurn, boðorð og
hreinleikalög) og sína líka (hjúskaparlög, eignaréttur, kaup og sala, land-
búnaðarhættir o. fl.).65
63 John B. Henderson, Scripture, Canon, and Commentary: A Comparison of Confucian and Western
Exegesis 1991, s. hvarvetna. Dæmi frá miðöldum er Nicole Oresme (1320-1382), sbr. Outi
Merisalo, „Translatio Studii: Nicole Oresme as Translator of Aristotle“ 2009, s. 53-65. Prófessor
Terje Stordalen við Háskólann í Osló fjallaði um þetta efni í samhengi Gamla testamentisins í
fyrirlestri á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla íslands vorið 2010.
64 Fishbane, Interpretation in Ancient Israel, s. 44-88 (orðskýringar o.fl.), 91-277 (halakhah
skýringar), 281-440 (haggadah skýringar), 443-524 (spádóma skýringar).
65 Fishbane, sama rit, s. 92-106. Soggin deilir Móselögum í tvo flokka: Annars vegar lög sem sett
eru fram í orsakasamhengi (e. in casuistic forrrí) og hins vegar lög sem fela í sér skipun eða bönn (e.
in apodeictic form), Introduction, s. 151-153; um frekari þróun lagahefðarinnar eftir babýlónsku
herleiðinguna sjá t.d., Hindy Najman, Seconding Sinai: The Development ofMoasaic Discourse in
62