Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 64

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 64
fornöld í gegnum miðaldir allt til þessa dags. Útvíkkun texta eða túlkun sem byrjar til að mynda með glósum eða athugasemdum komast sumar inn í trúarlega texta og verða hluti af samsetningarsögu þeirra. Þegar að því kemur að slíkir textar verða hafnir upp á stall helgiritasafns (e. canorí) þá öðlast þeir þá helgi sem leyfir ekki frekari útvíkkanir eða viðbætur á slíkum textum. En ferlið stoppar þó ekki þar. Á meðan trúarlegir textar eru í notkun heldur túlkunarsaga eða viðtökusaga þeirra áfram. En þessi áframhaldandi túlkun öðlast nýtt form sem eru ritskýringarverk (e. commentary). Um þetta ferli fjallar John B. Henderson og sýnir hvernig ferlið er sameiginlegt með ólíkum trúarbrögðum þegar hann ber saman vestræna ritskýringu og túlkun á verkum Konfúsíusar (551—479 f. Kr.).63 Fishbane fjallar um útvíkkanir eða túlkun á ýmsum ritum Gamla testa- mentisins frá þessu sjónarhorni. Þannig er til að mynda sumt lagaefni tilkomið í ritum Gamla testamentisins eða sem nokkurs konar lagaútlegging á eldra efni sem í sumum tilvikum er sjálft ekki lagalegs eðlis. Fishbane greinir einkum ferns konar leiðir til útvíkkunar á eldra efni eða heimildum: Sumar felast í skýringum skrifara (fræðimanna) á eðli tungumálsins eða orðskýringum; aðrar felast í lagalegri túlkun (halakha) spekinga eða rabbína einkum á eldra lagaefni; enn aðrar eru nokkurs konar guðfræðileg útlegging (predikun) eða sagnfræðileg skýring (haggadah) á eldra efni af ýmsum toga (einnig lagaefni); og loks er sú leið eða sjónarhorn sem túlkar eldra efni í ljósi spádóma eða drauma (e. mantology).64 Eins og áður segir þá er ekki í Gamla testamentinu að finna eiginlegar lögbækur sem taki á lögum eins og lagasöfn almennt gera. Sá skortur er ein aðal forsenda túlkunarinnar, að mati Fishbane, eitthvað sem gerir hana nauðsynlega. Lagaefnið nær á hinn bóginn í senn yfir samskipti mannfólksins við Guð (umskurn, boðorð og hreinleikalög) og sína líka (hjúskaparlög, eignaréttur, kaup og sala, land- búnaðarhættir o. fl.).65 63 John B. Henderson, Scripture, Canon, and Commentary: A Comparison of Confucian and Western Exegesis 1991, s. hvarvetna. Dæmi frá miðöldum er Nicole Oresme (1320-1382), sbr. Outi Merisalo, „Translatio Studii: Nicole Oresme as Translator of Aristotle“ 2009, s. 53-65. Prófessor Terje Stordalen við Háskólann í Osló fjallaði um þetta efni í samhengi Gamla testamentisins í fyrirlestri á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla íslands vorið 2010. 64 Fishbane, Interpretation in Ancient Israel, s. 44-88 (orðskýringar o.fl.), 91-277 (halakhah skýringar), 281-440 (haggadah skýringar), 443-524 (spádóma skýringar). 65 Fishbane, sama rit, s. 92-106. Soggin deilir Móselögum í tvo flokka: Annars vegar lög sem sett eru fram í orsakasamhengi (e. in casuistic forrrí) og hins vegar lög sem fela í sér skipun eða bönn (e. in apodeictic form), Introduction, s. 151-153; um frekari þróun lagahefðarinnar eftir babýlónsku herleiðinguna sjá t.d., Hindy Najman, Seconding Sinai: The Development ofMoasaic Discourse in 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.