Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 66
legum hefðum sagt eitthvað til um uppruna textanna en í sinni endanlegu
mynd eru þeir smíði lærðra manna eða kvenna.70
Nú á allra síðustu árum hafa rannsóknir á munnlegum geymdum að
nýju rutt sér til rúms og þá ekki síst úr geira félagsvísinda annars vegar og
hugsunarvísinda hins vegar. Þar er þó einkum um að ræða rannsóknir sem
lúta að minni og hvernig minni er varðveitt. Rannsóknir á hugsun og minni
eru nú taldar til þverfaglegra rannsókna innan hugvísinda og jafnframt sem
tenging þeirra við önnur vísindi á öðrum sviðum.71
Birger Gerhardsson var frumkvöðull þessara fræða í samhengi Nýja
testamentisins. Hann telur að hefð sé óhugsandi án minnis eða minnistækni.
Gerhardsson leitaðist í sínum rannsóknum við að sýna fram á hvernig marg-
vísleg tækni væri notuð til að miðla ummælum og frásögum frá manni til
manns og einni kynslóðar til annarrar. Hann lagði í þessu samhengi mikið
upp úr því að efniviðurinn kæmist nánast óskaddaður á milli kynslóða.72
Werner H. Kelber ber kenningu Gerhardsson saman við kenningu Rudolf
Bultmann um hefðir Nýja testamentisins sem vaxi og taki breytingum á
milli kynslóða. Samkvæmt kenningu Gerhardsson varðveitast uppruna-
legar hefðir nánast óbreyttar mann fram af manni en samkvæmt kenningu
Bultmann taka þær verulegum breytingum í sinni munnlegu geymd.73
Kelber gagnrýnir báða þessa frumkvöðla á sviði formrýninnar. Þrátt fyrir
ólíkar áherslur hvað varðar varðveislu og breytingar á hinni meintu munn-
legu hefð gangi Gerhardsson og Bultmann út frá sömu megin forsendunum.
Kelber telur að báðir horfi fram hjá þeim mikla mun sem liggur í munnlegri
varðveislu texta annars vegar og ritaðri varðveislu texta hins vegar. Jafnfram
gagnrýnir hann þá báða fyrir að gera ráð fyrir línulegri þróun frá munn-
legri geymd til ritunar án þess að skoða hvernig texti breytist í munnlegri
varðveislu. Loks gerir Kelber athugsemdir við þá niðurstöðu beggja að
guðspjöllin (sérstaklega) standi í beinu framhaldi af hinni meintu munnlegu
70 Sjá t.d., Leif E. Vaage, „Composite Texts and Oral Myths: The Case of the „Sermon“ (Q6:20b-
49)“ 1989, S. 424-439.
71 Sbr. Barry Schwartz, „Christian Origins: Historical Truth and Social Memory“ 2005, s. 43-56;
Luther H. Martin, „The Promise of Cognidve Science for the Study of Early Christianity" 2007,
s. 37-56.
72 Sbr. umfjöllun Werner H. Kelber, The Oral and the Written Gospel: The Hermeneutics ofSpeaking
and Writing in the Synoptic Tradition, Mark, Paul, and Q 1983, s. 8-14. Brautryðjandaverk
Gerhardsson um þetta efni birtust á fyrri hluta sjöunda áratugs tuttugustu aldar, Memory and
Manuscript: Oral Tradition and Written Transmission in Rabbinic Judaism and Early Christianity
1961 og Tradition and Transmission in Early Christianity 1964.
73 Sbr. Kelber, Oral and Written Gospel, s. 2-8.
64