Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 95
og Friðrik J. Bergmann reynir hann að losa um tök rétttrúnaðarins á efninu
og þau tengsl sem menn álitu að væru á milli Lúthers og lögmálstúlkunar
þeirra Hallgríms Péturssonar og Jóns Vídalíns. Þannig segir Sigurbjörn að
í ritum þeirra sveifli báðir svipu lögmálsins án manngreinarálits, þeir vari
fólk við afleiðingum illra gjörða og brýni fyrir mönnum að líkja eftir Kristi,
ástunda dyggðugt líferni og þjóna náunganum í kærleika.87
Tengsl trúar og verka eru með nokkuð öðrum hætti í guðfræði Lúthers
og bendir Sigurbjörn á að trúin leiði til verka, hún grundvalli þau og sé
farvegur þeirra. Þessu til stuðnings tekur hann saman í grein sinni mikið af
tilvitnunum úr predikunum Lúthers. I framhaldinu reifar hann síðan þær
forsendur sem hann byggir á. Lúther reis upp gegn útbreiddum skilningi
í kirkju síns tíma á að unnt væri að „versla með Guð, kaupa fyrirgefningu
hans, kaupa sig undan refsingu hans“. Hann boðaði að við menn „rétt-
lætumst án verðskuldunar, af náð, fyrir trú, þiggjum blátt áfram hið eilífa
líf ókeypis með öllu, höfum hvort sem er ekkert, sem gildi til greiðslu fyrir
það“.88
Að mati Sigurbjörns hafnar Lúther því þar með að trúin sé einungis
siðferðilegur hvati, hún beinist að allri tilvistarstöðu mannsins. Trúin geri
svarið við tilvistarvanda mannsins, sem sé fyrirgefning og náð Guðs, að
veruleika í lífi hans. Syndin er þar með ekki afmörkuð við siðferði og á
heldur ekki að skilja sem siðferðilegan breyskleika, heldur sem þessa stöðu
mannsins mitt í veruleikanum og frammi fyrir Guði að mati Sigurbjörns.
Það sem einkenni hana sé að maðurinn og vilji hans snúist fyrst og fremst
um sjálfan hann. „Hinn mikli miðdepill alheimsins er mitt eigið litla sjálf.
Sá miðdepill er, leynt eða ljóst, markmið allrar minnar viðleitni. Og þetta
er syndin, frumsyndin, rót og rök allra einstakra synda.“89 Þessa stöðu segir
Sigurbjörn að Lúther tjái með hugsuninni um að maðurinn sé „sveigður inn
í sjálfan sig“ (1. incurvatus in sé). „Hann miðar allt við sjálfan sig, leitar síns
eigin í öllum hlutum. Afstaða hans til tilverunnar lýtur einkunnarorðunum:
Þú fyrir mig, ekki ég fyrir þig.“90
Sigurbjörn segir að Lúther líti svo á að í trúnni sé endurlausn mannsins
losuð undan klafa siðferðisins eða lögmálsins og bundin við Krist.
Fagnaðarerindið létti af lögmálinu þeim hjálpræðiskröfum sem menn bindi
87 Sigurbjörn Einarsson, „Trú og breytni að skilningi Lúthers“, 236.
88 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 239.
89 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 241.
90 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 241.
93