Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 95

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 95
og Friðrik J. Bergmann reynir hann að losa um tök rétttrúnaðarins á efninu og þau tengsl sem menn álitu að væru á milli Lúthers og lögmálstúlkunar þeirra Hallgríms Péturssonar og Jóns Vídalíns. Þannig segir Sigurbjörn að í ritum þeirra sveifli báðir svipu lögmálsins án manngreinarálits, þeir vari fólk við afleiðingum illra gjörða og brýni fyrir mönnum að líkja eftir Kristi, ástunda dyggðugt líferni og þjóna náunganum í kærleika.87 Tengsl trúar og verka eru með nokkuð öðrum hætti í guðfræði Lúthers og bendir Sigurbjörn á að trúin leiði til verka, hún grundvalli þau og sé farvegur þeirra. Þessu til stuðnings tekur hann saman í grein sinni mikið af tilvitnunum úr predikunum Lúthers. I framhaldinu reifar hann síðan þær forsendur sem hann byggir á. Lúther reis upp gegn útbreiddum skilningi í kirkju síns tíma á að unnt væri að „versla með Guð, kaupa fyrirgefningu hans, kaupa sig undan refsingu hans“. Hann boðaði að við menn „rétt- lætumst án verðskuldunar, af náð, fyrir trú, þiggjum blátt áfram hið eilífa líf ókeypis með öllu, höfum hvort sem er ekkert, sem gildi til greiðslu fyrir það“.88 Að mati Sigurbjörns hafnar Lúther því þar með að trúin sé einungis siðferðilegur hvati, hún beinist að allri tilvistarstöðu mannsins. Trúin geri svarið við tilvistarvanda mannsins, sem sé fyrirgefning og náð Guðs, að veruleika í lífi hans. Syndin er þar með ekki afmörkuð við siðferði og á heldur ekki að skilja sem siðferðilegan breyskleika, heldur sem þessa stöðu mannsins mitt í veruleikanum og frammi fyrir Guði að mati Sigurbjörns. Það sem einkenni hana sé að maðurinn og vilji hans snúist fyrst og fremst um sjálfan hann. „Hinn mikli miðdepill alheimsins er mitt eigið litla sjálf. Sá miðdepill er, leynt eða ljóst, markmið allrar minnar viðleitni. Og þetta er syndin, frumsyndin, rót og rök allra einstakra synda.“89 Þessa stöðu segir Sigurbjörn að Lúther tjái með hugsuninni um að maðurinn sé „sveigður inn í sjálfan sig“ (1. incurvatus in sé). „Hann miðar allt við sjálfan sig, leitar síns eigin í öllum hlutum. Afstaða hans til tilverunnar lýtur einkunnarorðunum: Þú fyrir mig, ekki ég fyrir þig.“90 Sigurbjörn segir að Lúther líti svo á að í trúnni sé endurlausn mannsins losuð undan klafa siðferðisins eða lögmálsins og bundin við Krist. Fagnaðarerindið létti af lögmálinu þeim hjálpræðiskröfum sem menn bindi 87 Sigurbjörn Einarsson, „Trú og breytni að skilningi Lúthers“, 236. 88 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 239. 89 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 241. 90 Sigurbjörn Einarsson, Sama rit, 241. 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.