Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 31
Stjórnartíðindi E 5.
21
1879
Atluigasemdir
við mannfjöldaslc'ýrslur pær, er prentaðar ern að framan
á bls. 5—20.
1. Ágrip það af mannfjöldaskýrslunum 1873, er prentað er í stjörnartíðindum B
1874, bls. 41, var samið eptir skýrslum biskups og prófasta; en síðan bafa skýrslur þess-
ar verið endurskoðaðar og nokkrar villur í þeim lagfœröar samkvæmt prestakallaskýrsl-
unum, og koma því skýrslur þær, er nú hafa verið prentaðar fyrir 1873, ekki alveg heiru
við áminnzt ágrip.
2. Eins og gjört hefir verið í skýrslum þeim, er bókmentafjelagið hefir látið prcnta,
eru andvanafœddir taldir bæði með fœddum og dánum. Tala þeirra sjest af skýrslunni
E. bls. 18. Um tví og pribura vísast í skýrsluna B, bls. 15.
3. í prófastsdœmaskýrslunum (8. bls. 17—20) hefir Krísuvikur kirkjusókn, með því að
hún er partur úr Selvogsþingaprestakalli, verið talin með Árness-prófastsdœmi, Kolbeins-
staða- og Krossholts kirkjusóknir í Hítarnessþingum með Mýra-prófastsdœmi, og Sval-
barðssókn á Svalbarðsströnd, er heyrir til Glæsibœjar prestakalli, með Eyjafjarðar - pró-
fastsdœmi. lleykjavík og aðrir kaupstaðir eru taldir með þeim prestaköllum og prófasts-
dœmum, er þeir heyra til. Miðdala prestakall (33, í prestakallaskýrslunum bls. 5—7),
hefir frá 1875 verið skipt milli Torfastaða- og Mosfells prestakalla.
4. Á blaðsíðu 19 í prófastsdœmaskýrslunni er sýnt hlutfallið milli fœddra og dá-
inna í hverju prófastsdœmi, og sjest þar af, að á öllu landinu hafa á árunum 1873—'77
fœðzt 3504'fleiri, en dáið hafa.
Af þeim voru karlkyns (fœddir 5985 ~ dánum 4337) . 1648
— — — kvennkyns ( — 5836 -j- — 3980) . 1856
Karlmenn fleiri en kvennmenn (fœddir 149 dánum 357) -f- 208.
Eptir síðustu fólkstölu 1. október 1870 (skýrslur um landshagi V, bls. 245) voru
kvennmenn 3557 fleiri en karlmenn. Á tímabilinu 1873—77 virðist þannig mismunur
þessi bafa aukizt um 208. Hins vegar hafa á tímabilinu verið fermdir 36 floiri piltar en
stúlkur.
5. Með því að skýrslurnar um árið 1872 hafa ekki enn verið prentaðar, verður sem
stendur enginn reikningur gjörður um það, hvort landsfólkið hafi fjölgað, síðan það var
talið 1. október 1870, þá er hjer töldust 69763 menn. En reikningur þessi hefði, þó
tillit hefði orðið tekið til skýrslnanna 1872, orðið að vera óáreiðanlegur, af því að ekki
eru til fullkomnar skýrslur um þá menn, er flytja sig úr landinu, og þá, er flytjast inn
í það. Af slíkum skýrslum hafa að eins um síðustu ár verið samdar útfaraskýrslur, er á
sínum tíma munu verða auglýstar, þegar búið er að endurskoða þær og draga þær sam-
an í eina heild.
6. Samkvæmt fermingaskýrslunum virðast öll hin fermdu börn að hafa verið læs,
sum þó ekki nema «laklega» eða i>sœmilega». Ekki er getið um, að börnin hafi verið
skrifandi, nje að þau hafi lært annað en «lærdómsbókina, bœnir og sálma».
7. Til samanburðar við skýrslurnar um 5 ára tímabilið 1873—77 fylgir ágrip af
mannfjöldaskýrslum þeim um árin 1852—71, er prentaðar hafa verið í þeim 5 bindum
af «skýrslum um landshagi», er bókmenntaljelagið hefir út gefið; en í þeim eru fermdir
ekki taldir fyrr en 1856, og hefir þeim verið sleppt fyrir það ár, af því að það er hið síð-
asta í 5 ára tímabili:
ití
Hinn 4. marz 1879.