Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 83
StjórnartíÖindi B 12.
73
1879
Höskuldsstaða kirkjuiands upp á liá Dýnufjall, en þegar málið þar eptir var borið undir
sýslunefndina, neitaði hún 11. febr. 1876 að staðfesta þessa samþykkt, að svo miklu leyti
sem hún kœini í bága við ályktun sýslunefndarinnar 12. júní 1875. Á fundi 14. febr. 1877
varð niðurstaðan hin sama, þó sýslunefndin meðfram lýsti ylir því, að hún hefði «ásett
«sjer að fengnum nœgum upplýsingum að taka málefni þetta til nýrrar athugunar og
uendilegra úrslita» og að fresta sökinni «að því leyti sem hreppsnefndin í Vindhœlis-
«hrcppi heflr nú í 2 haust óhlýðnazt úrskurðum sýslunefndarinnar». þegar málinu var
skotið til amtsráðsins ályktaði það 14. febr. 1877, að úrskurður sýslunefndarinnar skyldi
standa, og hefir samkvæmt brjefi yðar, herra amtmaður frá 4. febr. f. á. ráðið byggt
þenna úrskurð sinn á því, að sýslunefndinni samkvæmt 39. grein tilsk. 4. maí 1872 bæri
síðasta úrskurðarvald í öllum fjallskilamálum, og að hvorki sje eðlilegt nje haganlegt að
skjóta slíkum máluin undir œðra úrskurð, nema því að eins, að 2 eða fleiri sýslunefndir
greini á um gangnatakinörk sýslna á milli eða annað það, er að fjallskilamálum lýtur,
enda liggi það í augum uppi, að hver sýslunefnd hlýtur að hafa mestan kunnugleika í
sínu hjeraði.
Jeg er nú amtsráðinu samdóma um, að þegar spurning er um eitlhvert Qall-
skilamál, verður að meta mjög inikið tillögur sveitastjórnarvaldanna á staðnum; en ein-
mitt samkvæmt þessari reglu, get jeg ekki fallizt á úrskurð sýslunefndarinnar í Húna-
vatnssýslu frá 12. júní 1875, er virðist eptir áskorun einstakra manna að hafa fellt úr
gildi sameiginlega ákvörðun 2 hreppsnefnda. í>ó 39. gr. tilsk. 4. maí 1872 skipi sýslu-
nefndum að semja reglugjörðir um notkun afrjetta o. íl., heíir 17. gr. hinnar sömu til-
skipunar falið hreppsnefndum myndugleika þann, er hreppstjórar áður höfðu í slíkum
málum. Hreppsnefnd verður því að geta gjört allar þær ákvarðanir viðvíkjandi fjallskil-
um innan takmarka hreppsins, sem eigi koma í bága við reglugjörð sýslunefndarinnar
eða rjettindi annara hreppa, og er það vitaskuld, að myndugleiki sá, er getur um í 17.
gr. tilsk. 4. maí 1872 ber undir fleiri en eina hreppsnefnd, ef utanhreppsbœndur eiga
upprekstur á viðkomandi fjallland. f>að verður nú ekki sjeð, að reglur þær, er Vindhœlis-
og Engihlíðar hreppsnefndir komu sjer saman um 4. marz og 17. nóvbr. 1875 um notk-
un fjallhaga þeirra, er hjer getur um, komi í bága við fjallskilareglugjörð þá, er sýslu-
nefndin í Húnavatnssýslu samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnartilskipunarinnar liefir sam-
þykkt fyrst til bráðabirgða 12. júní 1875, og síðan fyrir fullt og allt 14. febr. 1877, og
með því lieldur eigi hefir komið til tals, að reglur þessar rýri rjettindi annara hrepps-
fjelaga, verða hjer með hinir áfrýjuðu sýslunefndarúrskurðir frá 12. júní 1875, og 14. febr.
1877 felldir úr gildi.
— Brjef landsliutðingja til amtmannsins yfir suður- og vestuntmdœminu um spari-
sjóð á ísafirði. — Eptir að hafa meðtekið bónarbrjef forstöðunefndarinnar frá 19.
febr. þ. á. hefijeg samkvæint tilsk. 5. janúar 1874 um hlunnindi fyrir sparisjóði á íslandi
veitt sparisjóðnum á ísafirði öll hlunnindi þau, er getur um í nefndri tilskipun uin 5
ára tímabil, er teljist frá 11. júní þ. á. þó með þeim skilyrðum: að ábyrgð sú er stofn-
endur sjóðsins hafa með 2.grein samþykktar 19. apríl 1876 tekiz.t á hendur, ekki skerðist,
að ákvarðananna um reikningsskil í samþykkt sjóðsius sje nákvæmlega gætt, og að seud
sjeu landshöfðingja á ári hvorju eptirrit af reikningum lians; svo ber og að skýra lands-
höfðingja frá sjerhverri breytingu, er kynni að vcrða gjörð á samþykktinni frá 19. apríl
Hinn 25. júní 1879.
L
7»
15. mai.
77
1G. inaí.