Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 127
Stjórnartíðindi B 19.
117
1879
Stjórnarbrjef og augiýsiiig'ar*.
— Brjef ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja um eklcjuframfœrslu-
skyldu embættismanns. — Með þóknanlegu brjefi frá 14. f. m. hafið þjer,
herra landshöfðingi, sent hingað bœnarskrá frá forstjóra hins konunglega íslenzka j'fir-
dóms Jóni Pjeturssyni, þar sem hann fer þess á leit, að hann samkvæmt 2. gr. 3. opins
brjefs 31. maí 1855 um skyldu embættismanna til að sjá ekkjum sínum borgið með
fjárstyrk eptir sinn dag verði undanþeginn því, að greiða eptirleiðis gjald fyrir lífsfje það,
er getur um í brjefi ráðgjafans frá 14. ágúst f. á. En samkvæmt því hefir konu hans
Sigþrúði Friðriksdóttur verið keypt 680 kr. árlegt lífsíje eptir hans dag frá lífsábyrgðar-
og framfœrslustofnuninni 1871, og ætlar hann með þinglesnu skjali því, er útlagt fylgdi
bónarbrjefi hans, að gefa henni tryggingu fyrir jafnháum árstekjum um lífstíð hennar af
eign hans Brautarholti, Andriðsey og Holti á Kjalarnesi.
Fyrir því vil jeg þjónustusamlega tjá yður til þóknanlegrar leiðbeiningar og birt-
ingar fyrir Jóni dómstjóra Pjeturssyni, að samkvæmt reglum þeim, er hingað til hefir
verið fylgt, og sem ráðgjafinn finnur ekki ástœðu til að breyta út af, er það skilyrði fyrir
undanþágu frá skyldu embættismanna til þess að tryggja konum sínum fjárstyrk eptir sinn
dag, að þær tekjur, sem koma í staðinn fyrir lífsfje ekkjunnar, sem verða kann, sjeu útbúnar
þeirri tryggingu, sem sje jafngild því veði, som krafizt er fyrir ónaagafje, t. d. innritun-
arskírteini fyrir svo mikilli upphæð í konunglegum 4°/0 ríkisskuldabrjefum, að vextirnir
þar af sjeu jafnmiklir og skylduupphæð lífeyrisins, jafnmikil upphæð í skuldabrjefum með
veði í fasteign, er orðuð eru og gefin út, eins og þau væru fyrir ómagaQe, skuldabrjef
lánfjelaga og þess konar.
Af þessu leiðir, að ráðgjafinn hefir ekki sjeð sjer fœrt að fallast á bœnarskrá þá,
sem hjer er um að rœða.
— Brjef ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja um lán til kirkjubygg-
iilgar. — Með þóknanlegu brjefi yðar, herra landshöfðingi, frá 3. þ. m. hafið þjer
sent hingað bœnarskrá frá byggingarnefnd Lundarbrekkukirkju, þar sem hún fer þess á
leit, að það 2000 kr. lán, sem Lundarbrekkusöfnuði var veitt með brjefi ráðgjafans frá 6.
júlí f. á.1 til að endurbyggja kirkjuna þar, megi afnemast og ávaxtast með 6% ár hvert
af hinum upphaflega höfuðstóli, í stað þess að endurborga hann á 20 árum með 200 kr.
á ári, og með því móti yrði allur liöfuðstóllinn, þar sem ársvextir eru ákveðnir 4°/o, end-
urborgaður á 28 árum. Hafið þjer meðal annars tekið það fram, að söfnuðurinn hafi nú
fastráðið að byggja kirkjuna úr steini í staðinn fyrir að byggja hana úr timbri, eins og
áður var áformað.
Fyrir því vil jeg þjónustusamlega tjá yður til þóknanlegrar leiðbeiningar og birt-
ingar, að jeg eptir því, sem hjer er frá skýrt, veiti samþykki mitt til þess, að hið veitta
lán verði endurborgað á liinn umbeðna hátt.
— Brjef ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja um að leggja niður
Klofakirlcju. -- Samkvæmt allraþegnsamlegustu tillögum ráðgjafans fyrir ísland,
1) Sjá stjórnartíðindi 1877 B. 117.
Hinn 29. októbcr 1879.
3. júlí
124
31. júlí
125
2. úgúst