Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 161
151
1879
beiðzt með brjefi mínu frá 19. septbr. 1877 (stjárnartíð. s. á. B. 112) varð jeg þess á- Í7!t
skynja, að hin fyrrverandi spítalajörð Kaldaðarnes væri ekki háð neinu eptirliti af hálfu 24- nóv'
bins opinbera, því þó að hinum núverandi ábúanda sje með byggingarbrjefi frá 31. desbr.
1868 áskilið í «umboðs»- og ómakslaun 1 hnd. af hinu árlega eptirgjaldi, er það vita-
skuld, að ábúandinn getur ekki fyrir hönd hins opinbera haft eptirlit með sjálfum sjer.
Með ofannefndu brjefi mínu lagði jeg því fyrir sýslumanninn í Árnessýslu að takast á
hendur umsjón með nefndri jörðu, fyrst um sinn eptir nánari skipun yðar herra amtmað-
ur, og leiðirþar af, að sýslumanninum ber að láta í tje þær skýringar og uppástungur með
tilliti til leigumála nefndrar jarðar, sem umboðsmönnunura var með nefndu brjefi mínu
frá 19. septbr. 1877 boðið að útvega viðvíkjandi hinum öðrum opinberu jörðura, og í
annan stað, að hafa umsjón með, að jörðinni, húsum hennar, kirkjunni o. fl. sje haldið í
tilhlýðilegu standi samkvæmt byggingarskilmálun þeim, er nú eru eða síðar kynnu að
verða settir. far á móti er ekki með ofannefndu brjefi mínu, eins og það Ijóslega sýnir,
ætlast til neinna breytinga að svo stöddu á skilmálum þeim, er settir voru með bygg-
ingarbrjefi ábúanda þess, sem nú er, frá 31. desbr. 1868, og leiguliðanum ber því eins
og að undanförnu samkvæmt þeim, að greiða hið árlega eptirgjald í hinn fyrrverandi
læknasjóð, sem nú er lagður saman við landssjóðinn, og er að öðru leyti skyldur að
gegna öllum þeim kvöðum, er byggingarbrjefið leggur honum á herðar.
Að því leyti að fyrirspurn sýslumannsins sjerstaklega gengur út á, hvort hann
eigi að veita móttöku kirkjunni á Kaldaðarnesi og hafa á hendi reikningshald hennar,
vil jeg geta þess, að þar eð biskup hefir umsjón með kirkjureikningnum, og hann hefir
eigi komið með neina uppástungu um að svipta Einar Ingimundsson fjárhaldi kirkjunnar,
er honum hefir verið trúað fyrir, finn jeg eigi ástœðu til að svo komnu að gjöra nokkra
breytingu í þessu tilliti.
Til leiðbeiningar fyrir sýslumanninn við nefnda umsjón, læt jeg fylgja eptirrit af
nefndu byggingarbrjefi frá 31. desbr. 1878.
Anglýsin^
um póstmál.
Ráðgjafinn fyrir ísland hefir samþykkt,
1, að brjefhirðingin á Hofi í Álptafirði leggist niður og að í hennar stað stofnist brjef-
hirðing á hentugum stað í Lóni i Austur-Skaptafellssýslu.
2, að aukapóstur sá, or gengur frá Víðimýri (Krossanesi) í Skagafjarðarsýslu leggi leið
sína um Glaumbœ, Reynistað, Sauðárkrók, Ás og Lón að Hofsós, og að brjefhirðing
verði stofnuð í Sauðárkrók.
fessar breytingar öðlast gildi 1. janúar 1880.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík 25. nóvember 1879.
Hilmar Finsen. ____________
Jón Jónsson.
■ 74
25. nóv.
Áætlun
um 3 fyrstu ferðir landpóstanna árið 1880.
Ylirstjórn hinna dönsku póstmála hefir í brjefi frá 6. þ. m. skýrt mjer frá, að
175
25. nóv.