Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 158
1879
148
160
10. nóv.
170
16. nóv.
171
17. nóv.
láta í tje lambsfdður fyr en í næsta gjalddaga tollsins, eptir að tjeð lög náðu fullu gildi
haustið 1879.
Fyrir greiðslu á gjaldi því, sem hjer rœðir um, mun aldrei hafa verið ákveðinn
neinn gjalddagi, en það leiðir af því, að það megi greiða það með heyi, að gjalddagur-
inn verður að vera á haustin, þó það, þegar það er goldið með því að taka larnb í fóð-
ur, ekki verði fullborgað fyr en í eldaskildaga vorið eptir. Hins vegar byrjar bóndinn, sem
tekur lambið á haustin, þegar þá að greiða gjaldið, og það leiðir af hlutarins eðli, að hann,
ef hann á að geta látið af hendi hey eða fóður, þarf að vita þetta fyrir heyannir. Sam-
kvæmt þessu er jeg stiptsyfirvöldunum samdóma um, að presturinn á Vestmannaeyjum
geti ekki heimtað heytoll af hlutaðeigandi búöndum fyr en frá haustinu 1879, og með
því að lög 14. desember 1877 virðast ekki hafa gjört ráð fyrir öðru, getur presturinn
ekki átt tilkall til endurgjalds úr landssjóði fyrir heytolli frá 1. janúar þ. á.
í>etta er tjáð yður til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar fyrir hlutaðeiganda.
Anglýsing'.
Til þess að það sjáist sera fijótast og glöggast, livort fullnœgt verði úrskurðum
landshöfðingja á athugasemdum þeim, er endurskoðandi gjörir við reikninga fyrir tekjum
og gjöldum landssjóðsins, er hjer með lagt fyrir alla reikningshaldara að gjöra með næsta
pósti, eptir að þeir hafa meðtekið viðkomandi úrskurð, nauðsynlegar ráðstafanir til, að
honum sje fullnœgt, hvort heldur þetta er innifalið í því að greiða það, sem vangoldið
hefir verið í landssjóð, eða að taka úr landssjóði það, sem ofborgað liefir verið.
Slíkar upphæðir má að eins greiða með peningum í jarðabókarsjóð og úr honum.
Heldur ekki má, eins og margir reikningshaldarar að undanförnu hafa gjört, taka slíkar
upphæðir upp í reikning næsta árs, eða greiða þær sem tekjur samkvæmt öðrum árs-
reikningi en þeim, er úrskurðurinn er gefinn út fyrir.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík 16. nóvember 1879.
llilmar Finsen. _______
Jón Jonsson.
Ang’Iýsíng'
Samkvæmt ályktun alþingis um sölu á þjóðeignum or hjor með gjört heyrum
kunnugt, að ef leiguliði á þjóðeign óskar að fá ábýlisjörð sína keypta, þá beri honum
að tilkynna það sýslumanni sínum brjeflega, með ósk um, að hann leiti álits hlutaðeig-
andi umboðsmanns eða hreppstjóra, ef hann sjálfur er umboðsmaður, að hann þar næst
leggi málið svo fljótt, sem kostur er á, fyrir sýslunefndina til þess, að hún gefi ítarlega
skýrslu um oignina, og kveði á um hœfilega verðhæð hennar, og að síðustu sondi málið
með skýrslum þeim, er þannig eru fengnar til landshöfðingja, svo hann gcti lagt það
fyrir alþingi með skýrslura þeim öllum, sem hœfa þykir.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík 17. nóvbr. 1879.
Hilmnr Finsen. ____________
Jón Jónsson,