Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 100
1870
90
-88
30. júní.
8!»
16. ágúst
sker (við svo kallaðan Landsenda við norðanverðan' Loðrniindai'fjörð) að norðan eptir
sjónhendingu.
2. Frá 20. júní til jdla, má leggja lóðir allt að línu þeirri, er dregin verður sjón-
hending frá Jötnatanga (sem er næsti tangi fyrir utan Brandsurð, en innan Vogahnúðu)
að sunnan í Máfabrík (utan við innri Álptavík) að nor.ðan. Allir mega brúka þá beitu,
er þeir helzt vilja og geta fengið.
3. Enginn má afhöfða eða slœgja fisk á sjó, og ekki mega skip, sem liggja fyrir
akkeri og stunda fiski á bátum, gjöra það nema við land. Nú kemur hátur með af-
höfðaðan eða slœgðan fisk eða hvorttveggja heim, og skulu þá menn þeir, sem á bátnum
eru, sýna glögg skilríki fyrir því, — ef krafist verður, — að þeir hafi gjört það á
landi,. en geti þeir það ekki, þá ber að álíta, að þeir hafi gjört það á sjó.
4. Nú brýtur einhver á móti ákvörðunum í framanskrifuðum greinum, og varðar það
frá 1—100 króna sckt eptir málavöxtum.
Helmingur sektarinnar rennur í sveitarsjóð þar, sem brotið er fratnið, en hinn
helmingur tilfellur þeim, er kemur brotinu upp.
5. Útgjörðarmaður báta, e.n skipstjórinn hvað þilskipin snertir, hefir að öllu leyti á-
byrgðina af því, ef sjómenn hans brjóta á móti samþykkt þessari, en aptur á móti eru
þeir einn fyrir alla og allir fyrir ei.nn skyldir að endurgjalda honum allt það tjón, er
þeir með þessu móti hafa orsakað honum.
6. ]?að er skylda allra þeirra, er á opnurn skipum stunda fiskiveiðar í Seyðisfjarðar
og LoðmundarQarðar flóa, að hafa eptirlit með, að. ekki sjo brolið gegn samþykkt þessari,
og innan þriggja sólarhringa að tilkynna það hlutaðeigandi hreppstjóra eða sýslumanni, ef
brot hefir verið framið á móti ákvörðunum í henni.
Verði nokkur saiinur að því, að hafa ekki komið upp eða sagt frá þesskonar yfir-
sjón, er hann sekur um 1—20 króna sekt eptir málavöxtum, og rennur helmingur sekt-
arinnar í sveitarsjóð, en hinn helmingur tilfellur uþpljóstrafmanninum.
Heimilt er öllum að fiska með handfœri hvar og hvenær er vera skal, þó svo að ekki
sjo brotin 3. grein.
Frumvarp þetta var framlagt á fundi að Dvergasteini hinn 30. ágúst 1878 og
samþykkt af fundarmönnum.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu h. 3. septbr. 1878.
fí. fíöring.
*
* *
Samkvæmt 5. gr. laga 14. desbr. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á
opnum skipum, er framanskrifuð samþvkkt hjer með af amtinu staðfest, og öðlast hún
lagagildi frá þeim degi, að hún er birt í stjórnartíðindunum, deildinni B.
Skrifstofu norður- og austuramtsins 30. júní 1879.
Chrislinnxson.
Samþy kkt
fyrir ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað um fiskiveiðar á opnum skipum.
Sýslunefndin í ísafjarðarsýslu hefir með lögákveðinni hlutdeild af hálfu bœjar-
stjórnarinnar í Ísafjarðarkaupstað, samkvæmt löguin 14. desbr. 1877, um ýmisleg atriði,
er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, gjört eptirfylgjandi