Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1879, Blaðsíða 103
Stj órnartíðindi B 16.
93
1879
— Brjef landsliöfðingja til stiptsyfirvaldanna um tíundarfrelsijarða. —
í þóknanlegu brjefi 12. þ. rn. sögðu stiptsyfirvöldin mjer álit sitt um brjef prestsins í
Hítarnesþingum sira Snorra Norðfjörðs, þar sem hann í tilofni af hinum nýju skattalög-
um spyrst fyrir um, hvort honum og hlutaðoigandi kirkju beri að gjöra tilkall til tíundar
af nokkrum jörðum í prestakallinu, er áður hafi verið undanþegnar gjaldi til prests og
kirkju, og ef svo sje, af hverjum beri að krefjast gjaldsins.
Fyrir því vil jeg tjá yður til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar fyrir hlut-
aðeiganda, að jeg er yður samdóma um, að skattalögin frá 14. desbr. 1877 gjöri enga
brcytingu á tíundarfrelsi oinstakra jarða gagnvart presti og kirkju.
— Brjef landshöfðingja til amtmanmins yfir suður- og vesturumdæminu um IlörgS-
lands og Kaldaðarness spítala jarðir. — Með þóknanlegu brjefi frá í-
gær hafið þjer, herra amtmaður, endursent mjor beiðni hins setta umboðsmanns Kirkju-
bœjar og fykkvabœjarklausturs Ólafs Pálssonar á Höfðabrekku og álit sýslumannsins í
Skaptafellssýslu viðvíkjandi því, hvort Ólafi verði leyft að halda byggingarráðum yfir spítala-
jörðunni Hörgslandi, þó að hann sjálfur búi á Höfðabrekku. Leggið þjer til, að beiðni þessi
vorði ekki tekin til greina, en að gjörð verði ráðstöfun til, að jörð þessi verði byggð á
sama hátt og aðrar umboðsjarðir, og þannig að gjörð verði ný ákvörðun um byggingar-
skilmálana, eptir að nákvæmra skýringa þar um hefir verið leitað.
Fyrir því vil jeg, með því að jeg er yður, herra amtmaður, samdóma um, að það
megi ekki láta mann, er býr í mikilli fjarlægð frájörð, er landsjóðurinn á, halda áfram að
vera leiguliða á henni, —hjer með þjónustusamlega skora á yður að gjöra ráðstöfun til,að
Ólafi Pálssyni vorði byggt út af jörðunni Hörgslandi frá fardögum 1880, svo og að leita
nauðsynlegra skýringa og tillaga um ástand nefndrar spítalajarðar og leigumála þann, er hún
verður sanngjarnlega byggð með, allt samkvæmt hinum almennu reglum, sem settar eru
í brjefi mínu frá 19. septbr. 1877 (stjórnartíð. B 112) um byggingu og ábúð þjóðjarða,
og bið jeg mjer síðan send skjöl þessi með ummælum hlutaðeigandi sveitarstjórnarvalda.
Á meðan að leiguliði Hörgslands er settur umboðsmaður Kirkju- og fykkva-
bœjarklaustursumboðs skal umsjónin með umboðsjörðinni Hörgslandi falin sýslumannin-
um í Skaptafellssýslu, og eruð þjer beðnir að skipa honum hið nauðsynlega í þessu
tiiliti.
Með því að jeg heldur ekki hefi meðtekið hinar áminnztu skýrslur og tillögur
með tilliti til spítalajarðarinnar Kaldaöarness í Arnessýslu, vil jeg skora á yður, herra
amtmaður, að útvega skýrslur þessar og senda mjer þær. Sýslumanninum í Árnessýslu
ber sömuleiðis að takast á hendur fyrst um sinn umsjónina með jörð þessari eptir nán-
ari skipun yðar, herra amtmaður.
— Brjef landshöfðingja til amtmannsins yfir norður og austurumdœminu um lögtaks-
slcipun. — Eptir að jeg með þóknanlegu brjefi yðar, herra amtmaður, frá 10. febr. þ.
á. hafði endurfengið umkvörtun þá, er jeg sendi yður 4. júní f. á., og þar sem oddviti
hreppsnefndarinnar í Hrafnagilshreppi ber sig upp undanþví, að sýslumaðurinn í Eyjafjarð-
arsýslu liafi neitað um samþykki sitt til þess, að taka lögtaki 6 kr., sem vorið 1877 voru
gjörðar Jóhannesi kandídat Halldórssyni í fátœkraútsvar í nefndum hreppi, vil jeg hjer
»1
18. aprll.
92
18. aprll.
9»
9. júnl.
Ilinn 19. september 1879.