Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 13
5
HEIMAMARKAÐURINN
Eins og fram kemur í 1. töflu var heimamarkaðurinn fyrir landbúnaðarafurðir um 22 milljarðar
króna á árinu 1994. Þá er átt við verðmæti landbúnaðarafurða til neytenda. Skipta má mark-
aðnum í grófum dráttum í þrjá vöruflokka. Kjöt- og kjötafurðir voru seldar fyrir 11,5 milljarða
króna í fyrra, mjólkurafurðir og egg fyrir tæplega 9 milljarða og loks gróðurhúsaafurðir fyrir
1,8 milljarða króna. í grófum dráttum skiptist markaðurinn því í hlutföllunum 50, 40 og 10.
Heimamarkaðurinn hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár. Þannig var salan í fyrra
einungis um 1% meiri en á árinu 1990. Að vísu jókst salan nokkuð milli áranna 1990 og 1991,
eða um tæplega 2%, enda áraði vel í þjóðarbúskapnum, en frá þeim tíma hefur salan dregist
lítillega saman.
1. tafla. Áætlað smásöluverðmæti innlendra landbúnaðarafurða
íeinkaneyslu 1994.
Vörutegundir 1994 Fjárhæðir m.kr. Skipting %
Kjöt og kjötvörur
Kindakjöt 4141 18,9
Nautakjöt 1400 6,4
Svínakjöt 2713 12,4
Hrossakjöt 265 1,2
Unnar kjötvörur 2102 9,6
Alifuglakjöt 842 3,8
Alls 11464 52,3
Mjólkurvörur, ostar og egg
Sala mjólkur 2741 12,5
Súrmjólk, jógúrt o.þ.h. . 817 3,7
Rjómi 1128 5,1
Skyr 231 1,1
Undanrenna, mysao.fl. 196 0,9
Ostar 2047 9,3
Smjör 590 2,7
Egg 931 4,2
Alls 8680 39,6
Garð- og gróðurhúsaafurðir
Kartöflur og rótarávextir 1091 5,0
Annað grænmeti 701 3,2
Alls 1792 8,2
Samtals búvörur 21936 100,0
Þótt markaðurinn hafi verið stöðugur þegar á heildina er litið hefur söluþróun einstakra
afurða verið misjöfn. Mestu máli skiptir að sala kindakjöts hefur dregist mikið saman, eða um
16% frá árinu 1990. Þetta leiðir til þess að sala kjötafurða í heild hefur minnkað á undan-
fömum árum þó að sala nautakjöts og svínakjöts hafi aukist mikið. Sala mjólkurafurða hefur