Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 44
36
Mjólkurfóðureiningin (mfe)
Sterkjueiningin náði töluverðri útbreiðslu og var talin ábyggileg mælieining þegar meta skyldi
orku fóðurs til fitusöfnunar og vinnu (aflmyndunar). Þótt svo sterkjueiningin þætti vel nothæf
og væri mikið notuð við mat á fóðri fyrir mjólkurkýr kom fjótlega í ljós að hún vanmat gildi
eggjahvíturfkra fóðurtegunda til mjólkurmyndunar.
Nils Hansson (1867-1944) í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu að til mjólkurmyndunar
mætti reikna orkugildi í eggjahvítu að fullu og þar með hærra en til fitusöfnunar á uxum, eða
5,71 virkar hitaeiningar(VHE) samanborið við 4,00 (VHE) í hreinni sterkju. Til mjólkurfram-
leiðslu reiknaði hann með hlutfallstölunni 1,43 fyrir eggjahvítu í staðinn fyrir 0,94 eins og
Kellner fann í sterkjueiningunni. Að öðru leyti notaði hann sömu gildi og í sterkjueiningunni
og hann kallaði einingu sína mjólkurfóðureiningu eða mjólkurframleiðslugildi. Síðar var
einingin kennd við Norðurlönd þar sem notkun hennar varð einna algengust (Danmörk) og
nefnd norræna fóðureiningin (nfe).
Fitufóðureiningin (ffe)
Fitufóðureiningin er byggir á aðferð og niðurstöðum Kellners samsvarar nettóorku til fitunar
(NKF-Kellner) í einu kg af byggi með 85% þurrefni eða 1650 NKF. Eini grundvallarmunurinn
á henni og mjólkurfóðureiningunni (norrænu fóðureiningunni) er að hlutfallstala fyrir eggja-
hvítu er sú sama og í sterkjueiningu Kellners, 0,94 í stað 1,43. Eins og fram kemur hér að
framan vann Möllgaard frekar úr niðurstöðum og aðferðafræði Kellners og leiddu rannsóknir
hans og niðurstöður m.a. til þess að NKF (nettókaloríur til fitunar) hefur til skamms tíma verið
útbreidd viðmiðun um orkuinnihald fóðurs, ekki eingöngu hjá jórturdýmm heldur einnig hjá
einmagadýmm og fiðurfé. Fitufóðureiningin var einkum notuð í Finnlandi, Frakklandi og
hluta Belgíu svo og í löndum Suður-Evrópu (Ítalíu, Spáni, Portúgal og ísrael). Árið 1969 var
fitufóðureiningin (F.f.e.) formlega tekin í notkun í Noregi og sömuleiðis hér á landi með
útgáfu reglugerðar sem styðst við lög nr. 32 frá 20. apríl 1968 um eftirlit með framleiðslu og
verslun með fóðurvörur.
Breytiorka (me)
Af þeim fjölmörgu einingum sem mæla orku sem fóðrið veitir skepnunum, er breytiorkan að
dómi margra einna best ígmnduð. Breytiorka er sú orka sem stendur dýrinu til boða í innri
efnaskiptum eftir að búið er að leiðrétta fóðurorkuna fyrir því sem tapast með saur, þvagi og
gerjunargasi (methan). Af þessum sökum verður að gera glöggan greinarmun á jórturdýmm
og einmaga dýmm. Ennfremur hefur raunverulegt innihald fóðursins af breytiorku tilhneig-