Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 45
37
ingu til að falla með auknu fóðurmagni. Breytiorkan er út af fyrir sig óháð þeirri framleiðslu
sem um er að ræða. Á hinn bóginn er nýting breytiorkunnar til mismunandi framleiðslu hjá
sama dýri afar breytileg og verulega háð ýmsum fóðrunarþáttum eins og fóðurstyrk og stöðu á
mjaltaskeiði. Þetta á einkum við um jórturdýr.
Áhugi fyrir notkun breytiorku til mats á þörfum gripa og innihaldi fóðurs fór mjög vax-
andi á fjórða áratug aldarinnar. Aukin tækni við efnagreiningar á fóðri og tilraunir með búfé
gerði mönnum kleift að rannsaka mun betur en áður orkutap í saur, þvagi og gasi en ekki síður
innri efnaskipti gripanna í jafnvægistilraunum og efnaskiptatilraunum (öndunarskápum).
Seinni hluta þessarar aldar hefur breytiorkan verið að vinna sér tryggari sess. Víða um
heim, bæði vestan hafs og austan, hafa komið fram fjölmargar aðferðir (kerfl) við orkumat
sem byggja á notkun breytiorku. Nægir í því sambandi að nefna þekkt orkumatskerfi eins og
kerfi Blaxters í Bretlandi og mjólkurfóðureiningakerfi van Es í Hollandi svo fátt eitt sé nefnt.
PRÓTEINMAT
Um alllangan tíma hefur verið venja að mæla prótein í fóðri sem (Nx6,25) og próteinþarfir
sem meltanlegt prótein og gera þar með ráð fyrir því köfnunarefni sem tapast í saur. Hjá
einmaga dýrum er til viðbótar tekið tillit til gæða próteinsins og þá jafnhliða gefnar upp þarfir
fyrir einstakar amínósýrur (lýsín, methionin og cystín). Próteinmat fyrir jórturdýr hefur einnig
byggst á því að nota meltanlegt prótein. Hins vegar hefur mönnum lengi verið ljóst vafasamt
gildi köfnunarefnis í nokkrum tegundum gróffóðurs fyrir jórturdýr, t.a.m. í votheyi og rótar-
ávöxtum. Próteininnihald í votheyi hefur verið leiðrétt fyrir amoníakbundnu köfnunarefni og
nítrati svo dæmi sé nefnt.
Síaukin þekking á meltingarstarfsemi jórturdýra, ekki síst á mikilvægi örverustarfsem-
innar í vömb og á þeirri próteinuppbyggingu sem þar fer fram, hefur skapað ný viðhorf í
próteinmati jórturdýra og leitt í ljós vankanta þess að nota meltanlegt prótein sem mælikvarða.
Sú þekking hefur leitt til þess að nýjar matsaðferðir (kerfi) hafa verið sett fram bæði austan
hafs og vestan (Bandaríkunum, Bretlandi og Frakklandi). Einnig á Norðurlöndum hefur mikil
vinna verið lögð í öflun þekkingar á þessu sviði. Hefur samvinna landanna fætt af sér sérstakt
norrænt próteinmatskerfi (AAT/PBV kerfr) sem stefnt er á að taka í notkun hér á landi.
Hið formlega skref höfum við ekki stigið ennþá. Frændur vorir á Norðurlöndum hafa
þegar tekið í notkun nýjar aðferðir í fóðurmati, bæði er varðar orku og prótein. Stefnt er að því
að hefja víðtæka kynningu á nýjum fóðurmatsaðferðum á þessu ári. Umfjöllunin hér á Ráðu-
nautafundi er liður í henni.