Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 47
39
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1995
Breyting á orkumatskerfi fyrir jórturdýr
Olafur Guðmundsson
og
Tryggvi Eiríksson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Fyrirhugað er að breyta orkumatskerfinu sem nú er notað hér á landi fyrir jórturdýr, þ.e.
fitunarfóðureiningum (Ffe) yfir í mjólkurfóðureiningar (FEm). Reiknað er með að breytingin
taki gildi um áramót 1995/1996. Hinn almenni notandi verður ekki mikið var við þessar
breytingar þó einhver gildi breytist, því eftir sem áður er grunnurinn fyrir fóðureiningunum
sem notaðar verða eitt kg af byggi. Aðdragandi þessa máls var kynntur á Ráðunautafundi 1992
(Ólafur Guðmundsson o.fl. 1992), en síðan hefur verið starfandi nefnd skipuð fulltrúum frá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Búnaðarfélagi íslands og bændaskólunum til að undirbúa
breytinguna.
Þessu erindi er ætlað að kynna nokkur undirstöðuatriði FEm og hvemig orkugildi
fóðursins og þarfir gripanna eru reiknaðuð út. í jöfnum og við aðra útreikninga á orkugildum
em í erindinu notuð joul (J) en ekki kaloríur (cal), en 1 J er jafngilt 0,239 cal (1 cal = 4,184 J).
Eitt kílójoul (kJ) er þá 1000 J og eitt megajoul (MJ) 1 000 000 J.
UNDIRSTÖÐUATRIÐI
Orkumatskerfið sem við notum í dag byggir eins og áður segir á fitunarfóðureiningum, Ffe.
Þær em grundvallaðar í meginatriðum á sterkjugildi Oscar Kellners frá því upp úr aldamót-
unum 1900 þar sem undirstaðan er fitun á uxum. Seinni tíma rannsóknir (Y. van der Honing
og G. Alderman 1988) hafa sýnt að breytiorka (BO) fóðursins, sem er heildarorka fóðursins að
frádregnu orkutapi í saur, þvagi og metani (Ólafur Guðmundsson og Bragi L. Ólafsson 1995),
nýtist verr til fitunar en til viðhalds og mjólkurframleiðslu og nýtingin er breytileg eftir
orkustyrkleika (q) fóðursins (1. mynd). Áhrif orkustyrkleikans, q, í fóðrinu, sem er mældur
sem hlutfall breytiorku af heildarorku (BO/HO), hefur mjög svipuð áhrif á nýtingu breyti-
orkunnar til viðhalds (ky) og mjólkurframleiðslu (km). Fall línanna fyrir ky og km á 1. mynd við