Ráðunautafundur - 15.02.1995, Side 49
41
kg mjólkurmyndun á dag. Leiðréttingin vegna aukins áts er því l-([2,38-l]x0,018)=0,9752
(A.J.H. vanEs 1978).
ÚTREIKNINGAR Á MJÓLKURFÓÐUREININGUM
Við útreikning á NOm er notuð eftirfarandi líking, byggð á ofangreindum þáttum (A.J.H. van
Es 1975 og 1978):
NOm, kJ kg''=0,60x(l+0,004x[g-57])x0,9752xBO
Eins og í Ffe jafngildir nettóorkan í einu kg af byggi einni FEm (A.J.H van Es 1978),
þ.e.:
FE =NO /6900
m m
þar sem 6900 er kJ NOm kg'1 bygg með 85% þurrefni.
Til að geta reiknað út NOm í fóðri þarf því að þekkja bæði HO og BO fóðursins. BO er
grunnurinn sem notaður er við útreikningin, en auk þess þarf HO til að finna q sem er eins og
áður sagði hlutfall BO/HOxlOO. Algengast er að mæla HO (kJ kg'1) beint í brunahitamæli
(Lorin E. Harris 1970), en einnig er hægt að fá grófa hugmynd um hana í fóðrinu með því að
margfalda gramm þurrefnis (þe.) með 18,5. Einnig er hægt að reikna HO út frá næringarefna-
innihaldi fóðursins samkvæmt líkingunni hér að neðan (R. Schiemann o.fl. 1971):
HO=24,lxP+36,6xF+20,9xT+17,0xNLE-(0,6xS)
þar sem P stendur fyrir prótein, F fyrir fitu, T fyrir tréni og NLE fyrir níturlaus extrökt í g kg'1
þe. S er heildar magn ein- og tvísykrunga í fóðrinu og er stuðullinn aðeins notaður ef magnið
fer yfir 8% (A.J.H van Es 1978), sem á sér ekki stað nema í sykurríku innfluttu fóðri og fóðri
frá mjólkuriðnaði.
Fundnir hafa verið stuðlar til að reikna út BO (kJ kg'1 þe.) út frá meltanlegu lífrænu efni
(MLE, g kg 'þe.) eða meltanlegri orku (MO, kJ kg'1 þe.) (MAFF 1975):
BO=15,OxMLE
BO=0,81xMO
Hér á landi er meltanleiki fóðurs yfirleitt gefinn upp sem meltanleiki þurrefnis (MÞE, %
í þe.) en ekki sem meltanleiki lífræns efnis (MLE, % í þe.), en samhengið milli þessara þátta
er sýnt í næstu jöfnu (MAFF 1975):
MLE=0,98xMÞE-4,8