Ráðunautafundur - 15.02.1995, Qupperneq 52
44
Sauðfé
Á veturna snýst fóðrunin aðallega um að viðhalda holdum fjárins og sjá fyrir eðlilegum
fósturþroska, en þó getur verið um einhverja bötun að ræða hjá ánum á haustin og fyrir burð.
Þetta gerir það að verkum að lítil áhersla hefur oft verið lögð á að meta orkuþarfir fjárins til
mjólkurframleiðslu og til vaxtar lamba á meðan þau eru á beit. Þetta er þó að breytast við
breyttar markaðsaðstæður og búskaparhætti og því er hér lögð nokkur áhersla á mjólkur-
framleiðslu með því að reikna orkuþarfir út frá lambafjölda.
Daglegar orkuþarfir til viðhalds fyrir lömb yfir 20 kg á fæti og ær til viðhalds og
mjólkurmyndunar eru sýndar í 4. töflu.
4. tafla. Daglegar orkuþarfir (FEm) til viðhalds og mjólkurframleiðslu hjá sauðfé (Frik
Sundstél og Asmund Ekern 1992).
Þungi á fæti kg Viðhalds- þarfir Þarfir til viðhalds og mjólkurmyndunar Fjöldi lamba 1 2 3
20 0,31
30 0,42
40 0,52 1,9
50 0,62 2,0 2,6
60 0,71 2,1 2,7 3,0
70 0,80 2,2 2,8 3,1
80 0,88 2,3 2,9 3,2
90 0,96 2,4 2,9 3,2
100 1,04 2,4 3,0 3,3
Ær í bötun þurfa 5,6 FEm kg'1 þungaaukningar og ásetningsgimbrar og gemlingar þurfa
2,6 FEm kg'1 vaxtarauka. Daglegar orkuþarfimar aukast hjá ánum um 0,1 FEm sex vikum fyrir
burð, í 0,4 FEm hjá einlembum og í 0,6 FEm hjá tvflembum viku fyrir burð eftir holdafari og
aldri þeirra (E. Bocquer og M. Thériez 1989).
HEIMILDIR
A.J.H. van Es (1975). Feed evaluation for dairy cows. Livestock Production Science, 2:95-107
A.J.H. van Es (1978). Feed evaluation for ruminants. I. The systems in use ffom may 1977 onwards in the
Netherlands. Livestock Production Science, 5: 331-345.
E. Bocquer og M. Thériez (1989). Sheep. f: Ruminant Nutrition (ritstj. R. Jarrige). INRA og John Libbey, bls.
153-167.