Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 59
51
þurrefnis sem hefur verið hin venjubundna aðferð við að meta orkugildi gróffóðurs. Til
bráðabirgða hefur eftirfarandi útreikningur verið notaður til að áætla meltanleg kolvetni í
gróffóðri:
Meltanlegt lífrænt efni í þurrefni (%) = Meltalegt þurrefni (%) - 4,8
Meltanleg kolvetni í þurrefni (%) = Meltanlegt lífrænt efni í þurrefni (%)
- 0,93 x Hráprótein (% í þurrefni)
Líkingarnar taka til in vitro mælinga með aðferð Tilley og Terry, sú fyrri fengin úr
MAFF (1976), en sú seinni heimatilbúin.
Nokkur hluti hrápróteins í örverum er bundinn í öðrum köfnunarefnissamböndum
heldur en amínósýrum. í AAT-PBV kerfinu er gert ráð fyrir að hlutfall amínósýra sé 0,70 af
hrápróteini. Ekki er ástæða til að hrófla við þessari tölu (Hvelplund 1986) þó flest önnur kerfi
noti hærra hlutfall. Gert er ráð fyrir að meltanleiki á amínósýrum úr örverum í smáþörmum sé
0,85.
PRÓTEINÞARFIR
Til að mat á fóðri, eða með öðrum orðum fóðurgildi, hafi einhverja þýðingu verður það mat að
vera gefið upp í sömu einingum og þarfir gripanna sem fóðrið eiga að fá. í AAT-PBV kerfinu
þarf að ákvarða þarfir gripanna sem fóðra á í einingunum AAT og PBV. Ákjósanlegast væri
að ákvarða þarfir gripa í framleiðslutilraunum þar sem mæld væri svörun gripanna við
ákveðna gjöf af AAT og PBV. Slíkar tilraunir eru mjög kostnaðarsamar og tímafrekar og því
hefur í mörgum tilfellum orðið að meta próteinþarfir með „factorial" aðferðum þar sem þarfir
fyrir hvem lið svo sem viðhald, vöxt, mjólkurmyndun, fósturvöxt o.s.frv. eru metnar fyrir sig.
Nautgripir
Mestar rannnsóknir á AAT-PBV kerfinu hafa verið gerðar á nautgripum og langmest á
mjólkurkúm þar sem menn hafa vænst mestrar gagnsemi af kerfinu. Eins og áður var getið
hefur ekki náðst samstaða um að taka kerfíð upp fyrir nautgripi í vexti í Danmörku og
Svíþjóð. Þessi afstaða helgast af því að í þessum löndum eru slíkir gripir fóðraðir til mikils
vaxtarhraða, aðallega á komfóðri en gróffóður, helst hálmur, gegnir aðeins því hlutverki að
viðhalda jórtri og fylli. Við þessar aðstæður skiptir litlu máli þótt eitthvað skorti á prótein-
fóðmnina framan af vaxtarskeiðinu, gripimir ná því upp þegar líður að lokum vaxtarskeiðsins.
Af þessum ástæðum hafa menn í þessum löndum ekki séð nein hagfræðileg rök fyrir því að