Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 60
52
taka upp AAT-PBV kerfið en haldið sig við meltanlegt prótein, eða öllu heldur í raun
meltanlegt köfnunarefni, sem mælikvarða á próteinþarfir nautgripa í vexti.
Viðhaldsþarfir. í upphafi (Madsen 1985) voru þessar þarfir settar sem:
AATviðhald = 3,25 x Þ0,75 (Þ = lifandi þungi)
sem er sama gildi og var og er enn í franska PDI próteinkerfinu (Verite o.fl. 1979, INRA
1989). Þessar þarfir eru notaðar á hinum Norðurlöndunum öllum og því rökrétt að nota það
sama hér á landi. Þessi jafna hjá Frökkum var fengin úr uppgjöri á tilraunum með geldgripi
þar sem mælt var jafnvægi köfnunarefnis. Vandamál við mælingar á próteinþörfum til við-
halds er oft hringrás köfnunarefnis úr blóði til baka til vambarinnar. Samanborið við mælingar
á nautgripum þar sem vömbin starfar ekki og ákvarðanir á viðhaldsþörfum sauðfjár, til dæmis
í franska kerfinu, þá eru gildin fyrir nautgripi frekar há. Þarfir til viðhalds er að finna 2. og 3.
töflu.
Mjólkurmyndun. Reiknað hefur verið út úr mörgum norrænum framleiðslutilraunum til að
ákvarða AAT þarfir til mjólkurmyndunar hjá kúm. Ákjósanlegast hefði verið ef hægt hefði
verið að reikna út nokkuð öruggt sameiginlegt lífeðlisfræðilegt gildi. Það hefur hins vegar
reynst hægara sagt en gert. Þessar tilraunir voru gerðar við mjög breytilegar aðstæður, margar
skipulagðar með meltanlegt prótein sem mælikvarða. Því eru AAT þarfir til mjólkurmyndunar
ekki þær sömu á Norðurlöndunum. Danir kjósa að gefa AAT þarfir upp í hlutfalli við orku.
Þannig eru ætluð 90 g AAT á hveija nýskandinavíska fóðureiningu í upphafi mjaltaskeiðs, en
84-89 g AAT síðar á mjaltaskeiðinu miðað við að dagsnyt sé 15-25 kg orkuleiðrétt mjólk
(OLM). Upp úr miðju mjaltaskeiði jafngildir þetta um 40g AAT/kg OLM. Kýr í Danmörku
eru hins vegar fóðraðar þannig að á fyrri hluta mjaltaskeiðsins, 4-8 mánuði, fá þær fast magn
af kjamfóðri á dag og gróffóður að vild eða heilfóður er gefið að vild á þessum tíma
(Ostergaard 1979). Reiknað er með að flestar kýmar nái því að vera fullfóðraðar miðað við
orku. Það ber hins vegar að hafa í huga að Danir hafa verið að breyta ýmsum atriðum varðandi
útreikning á AAT gildi fóðurs, síðast 1994. í Svíþjóð er notað gildið 40 g AAT/kg OLM.
Norðmenn nota hins vegar annarar gráðu líkingu til að reikna út AAT þarfir.
AATmjólk (g/kg OLM) = 40 x kg OLM + 0,2 x (kgOLM)2
Útreikningar samkvæmt þessari líkingu leiða til gilda á bilinu 42-48 g AAT fyrir hvert
kg af OLM þegar dagsnyt hækkar frá 10 upp í 40 kg. Finnar nota 45 g AAT/kg OLM.