Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 78
70
reiknuð út frá næringarefnainnihaldi fóðursins (Ólafur Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson
1995).
Orkumeltanleiki (OM) og meltanleg orka (MO)
Meltanleiki orku í fóðrinu er mældur sem mismunur á því hversu mikið hrossin éta af orku og
hversu mikið af orku kemur frá þeim í saurnum. Þetta er of umfangsmikið og dýrt við almennt
fóðurgildismat og því er OM (%) oft reiknað út frá sambandi þess við meltanleika lífræns
efnis (MLE, %) ef hann er þekktur, samkvæmt 3. jöfnu hér að neðan (W. Martin-Rosset o.fl.
1994):
OM=0,034+A+0,9477xMLE (3)
þar sem A er +1,1 fyrir kjamfóður og -1,1 fyrir gróffóður. Út frá þessu er síðan hægt að reikna
MO innihald fóðursins:
MO=HOxOM/100 (4)
Þetta er þó ekki alveg svona auðvelt því erfitt er að mæla MLE hjá hrossum (MLEH)
nema í meltanleikarannsóknum á dýrunum sjálfum. Hjá jórturdýrum hefur aftur á móti um
langan aldur verið notuð aðferð til að mæla MLE í tilraunaglösum í rannsóknastofum (in
vitro) sem byggir á meltanleika í sauðum. Sambandið milli MLE hjá hrossum og sauðum
(MLES) er nokkuð vel þekkt og því er hægt að reikna út MLEH með eftirfarandi líkingu (W.
Martin-Rosset o.fl. 1994);
MLE = l,1544xMLE-14,91 (5)
H o
Fyrr á þessum fúndi (Ólafur Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson 1995) var gefið upp
hvemig hægt er að reikna út MLES út frá meltanleika þurrefnis (þe.), vegna þess að fram að
þessu hefur meltanleikinn í fóðri hér á landi verið mældur í þe.
Breytiorka (BO)
Magn BO í hrossafóðri er síðan reiknað samkvæmt eftirfarandi líkingum (M. Vermorel og W.
Martin-Rosset 1993, W. Martin-Rosset o.fl. 1994);
Almennt fóður (Gróffóður og kjarnfóður):
B0/M0=(84,07+0,164xT-0,276xP+0,184xFK)/100 (6)
Próteingjafar (>30% P í þe.):
BO/MO=(94,36+0,110xT-0,275xP)/100 (7)