Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 80
72
þe.). Fyrir fóðurblöndumar em ofangreindir þættir auk ADF = sýruþvegið tréni (Acid-deter-
gent fiber), NDF = lútþvegið tréni (Neutral-detergent fiber), og LI = Lignín í g kg'1 lífræns
efnis.
Auka þarf FEH gildi fóðurblandna sem innihalda meira en 3,5 % fitu um 0,02 FEH fyrir
hvert 1% fitu sem er fram yfir þessi 3,5%.
PRÓTEINÍNNIHALD FÓÐURSINS
Ákvörðun á MHPh er töluvert einfaldari en ákvörðun á FEH. Byrjað er á því að ákvarða
prótein og meltanlegt prótein. Það er síðan leiðrétt með stuðli (K) fyrir þeim hluta próteinsins
í fóðrinu sem gefur ekki af sér neinar amínósýrur fyrir hrossin. Innihald meltanlegs próteins (g
kg'1 þe.) í fóðrinu er því margfaldað með K sem er breytilegt eftir fóðurtegund, eins og sýnt er
í 18. líkingu hér að neðan (W. Martin-Rosset o.fl. 1994):
MHP =MPxK (18)
bar sem:
i
Hægt er að meta MP út frá próteininnihaldi fóðursins eftir líkingunum (W. Martin-
Rosseto.fi. 1994):
Gróffóður: MP=0,8441xP-27,57 (19)
Komvara og aukaafúrðir: MP=0,8533xP-4,94 (20)
þar sem prótein (P og MP) er gefið upp sem g kg'1 þe.
ORKU- OG PRÓTEINÞARFIR
Tiltölulega lítið er vitað um fóðurþarfir hrossa miðað við aðrar tegundir búfjár. Þróun FEH og
MHPh er því stórt skerf í þessari þekkingarleit, þó mikið verk sé óunnið. í þessum kafla
verður gefið stutt yfirlit yfir fóðurþarfir hrossa á vetrarfóðmn samkvæmt þessu nýja kerfi.
Orku- og próteinþarfir fyrir viðhald og vöxt hjá trippum á fyrsta vetri við mismunandi
þunga á fæti em sýndar í 1. töflu ásamt þeim líkingum sem notaðar em við útreikningana (W.
Martin-Rosset o.fl. 1994).
K = 0,90 fyrir grænfóður og gras.
K = 0,85 fyrir þurrhey.
K = 0,80 fyrir hálm og annað fóður með háu ligníni.
K = 0,70 fyrir gott vothey.