Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 88
80
Margar meltanleikarannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að séður meltanleiki amínó-
sýra, mældur í mjógimi (apparent ileal aminoacid digestability), er í bestu samræmi við dag-
legan vöxt grísanna. Valaja (1994) gerði samanburðarrannsókn á fjómm mismunandi prótín-
matskerfum byggðum á; a) séðum meltanleika hráprótíns, b) heildarmagni amínósýra, c)
séðum meltanleika amínósýra mældum í saur og d) séðum meltanleika amxnósýra mældum í
mjógimi. Niðurstöðumar sýndu tvímælalaust að það síðastnefnda (d) gaf besta samsvörun við
daglegan vöxt grísanna, fitumagn á síðu og hrygg og vöðvahlutfall. Var það sérstaklega séður
meltanleiki amínósýmnnar lysíns, mældur í mjógimi, sem gaf besta samhengið.
Það em þó nokkur fóðurhráefni sem ekki er ráðlegt að byggja prótínmatið á séðum
meltanleika amínósýra í mjógimi og á það t.d. við um nokkur hitameðhöndluð hráefni, s.s.
fiskimjöl og kjötbeinmjöl. Ástæða þessa er álitin vera sú að amínósýmmar sem uppsogast em
að einhveiju leyti á formi sem ekki nýtist dýrunum (Valaja 1994, Jondreville 1994).
Jondreville (1994) komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að sannur meltanleiki (SaM)
prótíns eða amínósýra mældur í mjógimi sé besta leiðin til að meta meltanleikann. Það er
vegna þess að þá er tekið tillit til þess innra-N sem bætist við ómelt N í mjógirninu. Höf-
undurinn mælir með að leiðrétta þau gildi sem gefin em upp fyrir séðan meltanleika (SéM)
prótíns og amínósýra mældan í mjógimi með stöðluðu gildi fyrir innra-N:
7. jafna:
SéM + staðlað innra-N (g/kg upptekið þurrefni)
SaM =--------------------------------------------- x 100
amínósýrur í fóðri (g/kg þurrefni)
En það er ekki einungis magn meltanlegs prótíns eða amínósýra sem segir til um
prótínþörf dýranna, því hinar einstöku amínósýmr þurfa að vera til staðar í ákveðnu hlutfalli í
prótíninu. Sum prótínmatskerfi fyrir svín byggja því á meltanlegu hráprótíni en einnig á svo
kölluðu prótíngildi. Prótíngildið er metið með mismunandi aðferðum t.d. með „Chemical
Score“ og .JEssential Amino Acids Index“ (E.A.A.I.). Prótínsamsetning gyltumjólkur er notuð
sem viðmiðun fyrir þessar aðferðir og er sú amínósýra sem er í minnstu magni í
fóðurprótíninu skilgreind sem takmarkandi amínósýra (Chwalibog 1991). Svipað gildir um
prótíngildið sem notað er við prótínmat í Bandaríkjunum, en það byggir á svo kölluðu „Ideal
Protein" (N.N. 1994). Það fóðurprótín er þannig samansett að það svarar nákvæmlega til
þarfar dýrsins hveiju sinni. Ef t.d. er um að ræða dýr í vexti þá á amínósýrusamsetningin að
vera sú sama og er í vöðvum viðkomandi dýrs.
j