Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 91
83
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1995
Orka og prótein fyrir físka
Ólafur Guðmundsson
og
Bragi L. Ólafsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Fiskeldi byggist á því að fiskamir éti sem mest af hágæða fóðri á sem hagstæðustu verði til að
ná hámarks gæðum og afurðum. Grundvallaratriði er því að fá fiskinn til að éta sem mest, þ.e.
eins og lífeðlisfræðilegir eiginleikar hans leyfa, því hámarks át og arður af eldinu fara nær
alltaf saman, en jafnframt er mikilvægt að ekki fari fóður til spillis með offóðrun (Clive Tal-
bot 1994). Til þess að þetta sé hægt er mikilvægt að þekkja fóðurþarfir fisksins og eðli fóðurs-
ins. Það sem fjárhagslega skiptir mestu máli í þessu sambandi er orka og prótein og hvemig
samspili þeirra er háttað.
í þessu erindi verður rætt um orku og prótein í fóðri og fóðmn þeirra laxfiska sem hér
em ræktaðir. Því miður em upplýsingar um lax og bleikju mjög takmarkaðar og því er mikið
af þeim upplýsingum sem hér verða birtar byggðar á regnbogasilungi.
EFNAINNIHALD OG MELTANLEIKI
Við fóðurgerð er mikilvægt að vita næringarefnainnihald fóðursins. Helstu næringarefnin em
prótein, fita, kolvetni, steinefni og vítamín, en þrjú þau fyrstu sjá líkamanum fyrir amínósýr-
um, fitusýmm og glúkósa, sem nýtast til uppbyggingar vefja eða sem orka. Næringarefnin eru
mæld á rannsóknástofum, en einnig er hægt að fá gróft mat á magni þeirra út frá töflum um
efnainnihald hinna ýmsu fóðurefna (NRC 1981).
Áður en hægt er að setja saman fóður fýrir fiska er nauðsynlegt að vita, auk efnainni-
halds, meltanleika þess hráefnis sem nota á. Meltanleikinn er fundin með því að mæla hlut-
fallið milli þess sem fiskurinn étur og þess sem kemur frá honum í skítnum. Þetta er kallaður
séður meltanleiki vegna þess að í skítnum er, auk þess fóðurs sem ekki meltist, fmmur úr
meltingarveginum, meltingarensím o.fl. sem kemur frá líkamanum. Séður meltanleiki er því