Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 93
85
um, og sú orka sem þá er eftir nefnist breytiorka (BO). Orkan sem þarna tapast er þó mjög lítil
miðað við hjá landdýrum, því hjá fiskum er aðallega um orku bundna í ammóníaki að ræða.
Eins og í skítnum á hún sér tvenns konar uppruna. Stærsti hlutinn kemur frá amínósýrum sem
hafa verið teknar beint úr fóðrinu, en hluti hennar kemur einnig frá vefjum skepnunnar. Orkan
í nítri (N) sem þannig skilst út stjórnast, eins og það sem tapast í skítnum, að hluta til af gæð-
um fóðurpróteinsins, hversu mikið fiskurinn étur og hitastigi vatnsins sem hann er í (C.Y. Cho
og S.J. Kaushik 1985). Þetta tap er þó það lítið að reikna má með að MO nýtist yfir 90% sem
BO hjá fiskum (þ.e. NO/BOxlOO > 90), nokkuð óháð fóðurtegund, en þessi nýting er um 81-
82% hjá landdýrum (Richard T. Lowell 1993). Vegna þess hversu erfitt og dýrt er að ákvarða
BO hjá fiskum með nokkurri vissu, nema í efnaskiptakerjum, og þar sem megnið af orkunni
sem ekki nýtist tapast hvort sem er í skítnum er orkugildið yfirleitt gefið upp sem MO.
Nýtanlegt:
Heildarorka (HO)
Tapaðí
■ .
: ■
: >Orkaískít
Meltanleg orka (MO)
Æ
r -
y
Breytiorka (BO)
liþvagi <------1 j
Orkafrátálknum
■ ■ :
Viðhald (NOv) Sund (NOs) Afurðamyndun (NOpJ)
1. mynd. Orkunýting í fiski.
Breytiorkan nýtist fiskinum annaðhvort beint til viðhalds og afurðamyndunar eða til
hitamyndunar. Hjá fiskum nýtist þessi hiti lítið því líkamshiti fiska stjórnast að mestu af um-
hverfmu. Sá hluti orkunnar sem nýtist til viðhalds og afurðamyndunar er kallaður nettóorka
(NO). Er það sú orka sem fræðilega skiptir mestu máli fyrir vöxt og viðgang fisksins og er því
réttasti mælikvarðinn á orkubúskap hans. Orkan sem fer til viðhalds hefur á 1. mynd verið
skammstöfuð sem NOv, til hreyfinga, eða sunds sem NOs og til afurðamyndunar sem NOpf,
og stendur pf fyrir prótein- og fitusöfnun. Astæðan fyrir því hversu lítið NO er þó notuð við
útreikninga á fóðurorku er hversu erfitt er að ákvarða hana, en það er töluvert erfiðara heldur
en að ákvarða BO (C.Y. Cho og S.J. Kaushik 1990).