Ráðunautafundur - 15.02.1995, Síða 96
88
og mjög nákvæm hitastýring sé notuð við eldþurrkunina. Ef hráefnið er farið að skemmast
virðist mjölvinnslan ekki skipta jafn miklu máli (Soffía Vala Tryggvadóttir o.fl. 1990). í
tilraunum hér á landi hefur ekki fundist munur á notkun láhitaþurrkaðs mjöls og eldþurrkaðs
mjöls fyrir laxaseiði ef lélegt hráefni var notað í mjölið, en ef hráefnið var nýtt var lághita-
þurrkaða mjölið betra (Soffía Vala Tryggvadóttir o.fl. 1990 og 1993). I annarri innlendri
tilraun fannst engin munur á milli lághitaþurrkaðs mjöls og eldþurrkaðs fyrir eldisbleikju
(Skúli Skúlason o.fl. 1993).
ORKU OG PRÓTEINÞARFIR
Það er margt sem hafa þarf í huga þegar orku og próteinþarfir fyrir fiska eru metnar, s.s. gæði
próteinsins, meltanleg orka þess, eldisaðstæður, framleiðsluaðferð við fóðurgerðina, hitastig
eldisvatnsins og verð fóðursins (Takeshi Watanabe 1988). Próteinþarfir fiska og alifugla til
myndunar líkamspróteins eru svipaðar, en töluvert hærri hjá landdýrum. Orkuþarfir hefðbund-
ins búfjár með heitu blóði (alifugla og landdýra) til próteinmyndunar er aftur á móti mikið
hærri heldur en hjá fiskum. Ein af ástæðunum fyrir minni orkuþörf hjá fiskum er að þeir nota
tiltölulega minni orku til viðhalds og hreyfinga, sem orsakast af því að fiskar þurfa ekki að
eiða orku í að viðhalda líkamshita og lítil orka fer til þess að viðhalda stöðu þeirra í vatninu.
Önnur ástæða er að aukaköfnunarefni í líkamanum, t.d. við niðurbrot próteina, skila þeir frá
sér sem ammóníaki í stað þvagefnis hjá landdýrum og þvagsýru hjá fuglum (L. Goldstein og
R.P. Forster 1970). Vegna lægri orkuþarfar miðað við próteinþarfir hjá fiskum er hagkvæmara
að fóðra þá á fóðri með hærra hlutfall af próteini en annað búfé.
Hlutfall próteins og orku í fiskafóðri þarf að vera rétt til að nýting fóðursins verði sem
best. Bæði of mikil og of lítil orka í fóðrinu miðað við prótein getur dregið úr vexti. Sé orkan
of lítil er hluti próteinsins nýttur til að viðhalda orkuþörfum og nýtist því ekki til uppbygg-
ingar líkamspróteins, auk þess sem orku þarf til að losa fiskinn við N sem losnar við brennslu
próteinsins. Þannig hefur þetta einnig áhrif á hversu mikil mengun er frá fiskum. Sé orkan
aftur á móti of mikil getur það dregið úr áti, og þannig valdið vanfóðrun á próteini og öðrum
lífsnauðsynlegum næringarefnum, sem þá dregur úr vexti.
Stále Helland o.fl. (1991) telja hæfilegt að gefa ungum laxi fóður með 21 g af próteini
MJ1 HO. Eldri fiskur sem er komin í eða er að nálgast sláturstærð þarf fóður með 17 til 20 mg
af prótein kJ'1 HO. Þetta er þó ekki alveg í samræmi við nýjar tilraunir á laxi í vexti (100-600
g) þar sem lækkun próteinorkuhlutfallsins niður íyrir 16 g prótein MJ'1 HO jók fitusöfnun hjá
fiskinum, en hámarks nýting á próteini fékkst þegar hlutfallið var milli 17,7 og 19,5 (Marie