Ráðunautafundur - 15.02.1995, Side 108
100
Að meðaltali náðu kýrnar í hóp-825 um 1,5 kg/d hærri hæstu dagsnyt (26,6 vs 25,1
kg/d) en sá munur er ekki tölfræðilega marktækur. Hæstu mælingar voru 31,5 og 31,3 kg/d en
þau lægstu 22,5 og 19,2 kg/d í hópum-825 og 550. Að meðaltali náðu kýrnar hæstu nyt um 31
dag frá burði og var ekki munur á því milli hópanna. Sá dagafjöldi sveiflaðist þó frá 14-74
dagar í hóp-825 og 8-58 dagar í hóp-550.
Ekki var raunhæfur munur milli hópanna á tekjum af mjólkinni nvorki sem kr/kg
mjólkur eða kr á dag, enda hafði kjamfóðurgjöfin hvorki áhrif á meðaldagsnyt né á efna-
innihald mjólkurinnar.
Áhrif kjamfóðurgjafar á orku og próteinjafnvœgi
Þar sem kýmar voru einstaklingsfóðraðar er hægt að meta hvort orkujafnvægi þeirra er jákvætt
eða neikvætt. Það sem mestum vandkvæðum veldur alltaf í slíkum útreikningum er að taka
tillit til þungabreytinga hjá kúnum. Þótt kýmar hafi verið vigtaðar vikulega er alltaf sveifla í
þunga hjá kúnum sem að mestu skýrist af breytingum á vambarfylli. Til að jafna út slíkar
sveiflur var reiknað beinnar línu samhengi milli þunga og tíma frá burði fýrir hvem einstakan
grip og sú lína notuð til að fá reiknaðan þunga. Hallatala þeirrar línu gefur þungabreytingu á
mjaltaskeiðinu og er þá miðað við að hún sé jöfn allan tímann (24 vikur). Ljóst er að þama er
einungis verið að reyna að nálgast sannleikann. Meðalþynging kúnna reiknast 0,204 kg/d í
hóp-825 og 0,164 kg/d í hóp 550 og er þessi munur marktækur (P<0,009). Tvær kýr í hvomm
hóp fengu neikvæða stuðla, þ.e. léttust allan tímann.
Fóðureiningar sem þurfti til viðhalds vom fundnar út frá reiknuðum þunga kúnna og þá
reiknast orkujafnvægið sem mismunur þess sem þær éta af FE, þess sem fer í viðhald skv.
þunga kýrinnar og þess sem fer til mjólkurmyndunar skv. mældri nyt (0,4 FE/kg mjólk). í 7.
töflu er greinilegur og í flestum tilfellum raunhæfur munur á orkujafnvægi milli kjamfóður-
hópanna og er hann bæði sýndur sem FE/d og sem hlutfall af þörfum. Að meðaltali (24 vikur)
hafa kýr í hóp-825 átt 1,11 FE/d til vaxtar en kýr í hóp-550 0,52 FE/d en munurinn á orku-
jafnvæginu er mestur í byijun en minnkar síðan smám saman eftir því sem litið er á lengra
tímabil. Þannig ná kýr í hóp-825 jákvæðu orkujafnvægi strax í annarri viku mjaltaskeiðsins en
kýmar sem fengu minna kjamfóður ekki fyrr en í 5-6 viku.
Ef litið er á reiknað AAT jafnvægi þá kemur í ljós að kýmar í hóp-825 reiknast í jafn-
vægi í 2-3 viku en kýr í hóp-550 ekki fyrr en í 4-5 viku. Þær kýr hafa síðan áfram minna AAT
umfram þarfir alveg ffam að 12 viku, en þá snýst dæmið við. Að loknum 24 vikum hafa báðir
hópar verið að meðaltali 11-12% yfir áætluðum þörfum (7. tafla).