Ráðunautafundur - 15.02.1995, Page 120
112
niðurstöðumar. Það voru tekin mjólkursýni til prógesterónmælinga tvisvar í hverri viku fyrstu
mánuði eftir burð hjá hverri kú, en af óviðráðanlegum ástæðum hafa þau ekki verið mæld
ennþá.
NIÐURSTÖÐUR
Samanburður á fijósemi kúnna í hvomm hópi fyrir sig kemur ffam í 1. töflu. Legháls og leg
em full samdregin að meðaltali eftir 34 daga í hópi 825 (sterkari fóðmn) og eftir 31 dag í hópi
550 (veikari fóðmn). Gulbú var merkjanlegt að meðaltali eftir 29 daga í báðum hópum, eftir
12 til 54 daga í hópi 825 og eftir 18 til 44 daga í hópi 550. Fyrsta skráða beiðsli var að
meðaltali eftir 33 daga (9 til 88 daga) í hópi 825 og 41 dag (19 til 69 daga) í hópi 550. í hópi
825 vom tvær kýr sem beiddu eftir 9 daga og ein eftir 11 daga. Þær kýr vom í betra orku- og
próteinjafnvægi en meðaltalið er í hópnum.
í hópi 825 var ákveðið að farga 7 kúm á eða að loknu mjaltaskeiðinu og því voru ein-
ungis 7 kýr sæddar, 47 til 90 dögum eftir burð. Af þessum 7 héldu 4 (57%) við fyrstu sæðingu,
ein við 2. sæðingu og ein við 3. sæðingu en einni var fargað fanglausri eftir 3 sæðingar. Að
meðaltali liðu 77 dagar þangað til kýmar í þessum hópi festu fang. í hópi 550 vom 12 kýr
sæddar, 7 héldu (58%) við 1. sæðingu, 3 héldu í 3. sæðingu og ein í 6. sæðingu. Einni var
fargað fanglausri eftir 2 sæðingar. Að meðaltali liðu 80 dagar frá burði þangað til kýmar í
þessum hópi festu fang. Ein kýr í hópi 825 fékk blöðm á eggjastokk. Blaðran var sprengd,
kýrin beiddi eðlilega og hélt við fyrstu sæðingu.
1. tafla. Samanburður á irjósemi kúnna í tilraunahópunum. f hvorum hópi voru 14 kýr, 6 kýr voru sæddar í hóp-
825 og 12 kýr í hóp-550.
Dagar frá burði
Hópur Legháls samdreginn Leg sam- dregið Gulbú Beiðsli Sæðing Fang Fang- hlutfall
825 32 34 29 33 66 77 57%
550 26 30 29 41 59 80 58%
í ljós kom marktæk neikvæð fylgni milli orkujafnvægis 4-5 vikum eftir burð og tímans
frá burði að fyrsta sjáanlega beiðsli (r=-0,4; P<0,04), þ.e. því lægra (lakara) orkujafnvægi því
lengri tími að fyrsta beiðsli. Á sama hátt kom í ljós marktæk fylgni milli nytar í 1. og 2. viku
eftir burð og tímans milli burðar og fyrsta beiðslis (r=0,35; P<0,05), þ.e. því meiri nyt þeim
mun lengri tími að beiðsli.